15.02.2018 20:02

2890. Akurey AK 10 í slipp.

Akurey tók sig vel út í slippnum í Reykjavík nú í kvöld. Togarinn fékk veiðarfærið í skrúfuna í síðustu viku og var dreginn til hafnar af togaranum Ottó N Þorlákssyni RE. Skemmt skrúfublað mun hafa verið ástæðan fyrir þessari slipptöku skipsins. Akurey er tignarlegt og fallegt skip og sómir sér vel hvort sem er á láði eða legi.


2890. Akurey AK 10 í slipp.                                              (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 febrúar 2018.


2890. Akurey AK 10.                                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 febrúar 2018.


2890. Akurey AK 10.                                                          (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 febrúar 2018.


2890. Akurey AK 10.                                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 febrúar 2018.


       Akurey AK fékk trollið í skrúfuna

Það óhapp varð í gær að Akurey AK fékk trollið í skrúfuna er skipið var að karfaveiðum á Jökultungu. Togarinn Ottó N. Þorláksson RE, sem var á leið á Vestfjarðamið, var staddur í um 30 mílna fjarlægð og tók hann Akurey í tog um kl. 22 í gærkvöldi.
,,Það er haugasjór núna en ekki svo mikill vindur. Ölduhæðin er upp í um sjö metra en ástandið núna er hátíð miðað við gærkvöldið. Þá var vindhraðinn 25-30 metrar á sekúndu og mikill sjór," segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey, en hann segist hafa verið að enda veiðiferðina er óhappið varð.
,,Við vorum komnir með um 120 tonna afla og hugmyndin var að ljúka veiðiferðinni á karfaveiðum á Jökultungunni.
Óhappið varð um kl. 18 en sem betur fer var Ottó ekki langt undan," segir Eiríkur en frá þeim stað, sem Akurey fékk trollið í skrúfuna, til hafnar í Reykjavík er um 75 mílna sigling.

Að sögn Eiríks ætti Akurey að vera komin til hafnar í Reykjavík um miðjan dag.
,,Við erum komnir að Garðskaga og ferðin á okkur er um sjö mílur á klukkustund. Varðskipið Þór er hér í sex mílna fjarlægð og verður okkur til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis á leiðinni til hafnar," segir Eiríkur Jónsson.

Frétt á vefsíðu H.B. Granda hf.
7 febrúar 2018.


Flettingar í dag: 1079
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720976
Samtals gestir: 53532
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:58:07