02.08.2018 10:54

Skarðsvík SH 205. TFXY.

Vélbáturinn Skarðsvík SH 205 var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1960. Eik. 86 brl. 400 ha. MWM díesel vél. Eigandi var Skarðsvík hf á Rifi frá 19 desember 1960. Báturinn sökk út af Snæfellsnesi 11 febrúar árið 1962. Hann var þá á heimleið eftir að hafa tekið þátt í björgun skipverjanna af togaranum Elliða SI 1 frá Siglufirði. Mikill leki kom að honum með fyrrgreindum afleiðingum. Áhöfnin, 6 menn, komust í gúmmíbjörgunarbát og var svo bjargað um borð í vélbátinn Stapafell SH 15 frá Ólafsvík.


Skarðsvík SH 205 í Reykjavíkurhöfn.                                                            (C) Snorri Snorrason.  

    Báturinn var við Færeyjar er búizt             var við honum í höfn á Íslandi

Skip í hafi fyrir sunnan Ísland heyrðu um jólin, að radíóstöðvar , hér á Íslandi voru að kalla á  vélbátinn Skarðsvík. Skarðsvík , svaraði aldrei, og árangurslaust var báturinn kallaður upp. Það var ekki fyrr en síðdegis í gær, að loks heyrðist svar frá bátnum. Hann var þá við Færeyjar. Það var Hornafjarðar-radíó, sem náði sambandi við hann. Báturinn, sem er nýsmíðað skip, 85 tonn, lagði af stað frá Fredrikssund í Danmörku á miðvikudaginn var. Með bátnum eru alls 9 menn, en heimahöfn hans verður Sandur, og þaðan eru mennirnir. Þegar báturinn loks svaraði í gær, hafði hann sýnilega hreppt hið versta veður í hafi, því að hann var búinn að vera um það bil sex sólarhringa á leiðinni til Færeyja. Lá báturinn þar í vari og ætluðu skipsmenn að bíða hagstæðara veðurs yfir hafið. Líðan manna er góð um borð. Þegar báturinn lét úr höfn í Danmörku, stóðu vonir til að hann myndi verða kominn til hafnar á Sandi að kvöldi annars í jólum.
Eigendur hins nýja báts eru þeir Kristján Guðmundsson skipstjóri frá Stykkishólmi, Sveinbjörn Benediktsson símstöðvarstjóri á Sandi og Sigurður Ágústsson alþingismaður.

Morgunblaðið. 28 desember 1960.


Skarðsvík SH 205 með fullfermi af síld á Siglufirði.                                       (C) Hannes Baldvinsson.

         Nýr 86 lesta bátur til Rifs

Hellissandi í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Ný bátur kom til Rifs í gærkvöld, fimmtudag, v.b. Skarðsvík SH 205. Báturinn er 87 lestir að Stærð, með 400 hestafla Manheim-vél, smíðaður í Frederikssund Danmörku. Báturinn var sex sólarhringa á leiðinni til Íslands, en skipstjóri í ferðinni var Kristján Guðmundsson. Skipstjóri á bátnum í vetur verður Sigurður Kristjónsson. Eigendur eru Sveinbjörn Benediktsson, Sigurður skipstjóri o. fl. Skarðsvík er annar báturinn, sem kemur til Rifs á seinni hluta þessa árs.

Þjóðviljinn. 31 desember 1960.


Skarðsvík SH 205 á leið til löndunar á Siglufirði.                                           Ljósmyndari óþekktur.


Varðskipið Óðinn hefur tekið Skarðsvík í tog. Til vinstri er togarinn Þorkell máni RE 205 og ber Stapafell SH 15 í hann. Togarinn Júpíter er lengst til hægri.        (C) Adolf Hansen.

      Skarðsvík sökk á heimleið úr                     leitarleiðangrinum

Skarðsvík SH 205, sá báturinn sem fyrstur komi að gúmmíbátnum með hinum látnu mönnum tveim af Elliða, kom ekki aftur úr þeirri leit. Leki kom að bátnum um 15 sjómílur V-NV af Öndverðarnesi um 2 leytið í gær er hann var á leið heim og sökk hann. Áhöfnin, 6 manns, komist á gúmmíbátnum yfir í Stapafellið. Sem dæmi um það hve ört lekinn magnaðist í Skarðsvík má geta þess, að fréttaritari blaðsins á Hallissandi var ásamt fleiri Snæfellingum staddur við Hvítárbrú í áotlunarbílnum til Reykjavíkur er Skarðsvíkin heyrðist senda frá sér hjálparbeiðni, en bíllinn var ekki kominn lengra en í Hvalfjörðinn er fólkið heyrði gegn um talstöðina að Skarðsvíkin var sokkin. Skipstjórinn á Skarðsvík var hinn kunni aflakóngur þar vestra Sigurður Kristjónsson, enda hafði báturinn skilað þriðjungi hærri afla en næsti bátur í þeim 19 róðrum sem af eru þessari vertíð. Í gær áttum við símtal við Sigurð, sem skýrði frá því sem gerðist;
Um 7 leytið á laugardagskvöldið fór Skarðsvíkin út til að leita að gúmmíbátnum af Elliða ásamt öðrum Snæfellsnesbátum og var við leitina þar til báturinn fannst. Þið komuð fyrstir báta að gúmmíbátnum, Sigurður? Báturinn var á hvolfi og mennirnir lágu á botninum í sjó. Hann var á svipuðum slóðum og togarinn sökk. Vindáttiin hafði breytt sér og hann rekið eitthvað til baka. Við vorum búnir að leita innar en farnir að leita á þessum slóðum. Við létum skipherrann á Óðni vita og hann tók líkin. Við voru rétt lagðir af stað í land, þegar lekans varð vart frammi í og sjórinn flæddi inn. Við vorum nýbúnir að fá okkur að borða þar, og tveir menn voru þarna enn. Hvað heldurðu að hafi komið fyrir. Sló báturinn úr sér? Það tel ég útilokað. Þetta var miklu meiri leki en það. Það var engu líkara en eitthvað mikið hefði opnazt. Hvernig var veðrið þá? Það voru 6-7 vindstig og var að ganga upp í NA ofan í vestan sjó. Við sendum út hjálparbeiðni. Óðinn var í ca. 15 mílna fjarlægð og var kominn eftir 45 mínútur. Hann tók okkur á slef. Það voru 10 mílur í var og hefðum við komist í sléttan sjó, þá gat verið að hægt yrði að koma við dælu og það dygði.
En báturinn fylltist á hálfum öðrum klukkutíma. Þegar við þorðum ekki að vera lengur um borð yfirgáfum við hann. Þá voru komnir til okkar togarinn Þorkell máni og Júpiter, sem var með skipbrotsmennina af Elliða og Stapafellið, sem tók okkur upp. Þess má geta í þessu sambandi að skipstjórinn á Stapafellinu er Guðmundur Kristjónsson, bróðir Sigurðar á Skarðsvíkinni. Voruð þið komnir yfir í Stapafellið, þegar Skarðsvikin sökk? Já, hún sökk 5 mínútum eftir að við vorum farnir frá borði. Okkur gekk vel að komast yfir á gúmmíbátnum. En var ekki orðin slæm aðstaða á Skarðsvíkinni, eftir að hún var farin að síga svona mikið í sjóinn? Það hlýtur að hafa gengið yfir allt skipið. O, o, ekki svo ýkja slæmt. Við vorum að græja okkur. En veðrið fór versnandi.
Skarðsvíkin var nýr bátur, kom til landsins í ársbyrjun 1961. Hann var 87 smál. að stærð og búinn fullkomnustu tækjum. Er það mikið áfall fyrir byggðarlagið á Rifi að missa þetta góða skip undan þessum mikla aflamanni sem Sigurður Kristjónsson er, Áður en hann tók við Skarðsvíkinni var hann með Ármann og síðan Stíganda frá Ólafsfirði og alltaf manna aflahæstur. Áhöfnin á Skarðsvíkinni var öll frá Rifi. Mennirnir voru:
Sigurður Kristjónsson, skipstjóri.
Friðjón Jónsson stýrimaður.
Sigurður Árnason vélstjóri.
Almar Jónsson, matsveinn.
Guðmundur Guðmundsson, háseti.
Sigurjón Illugason, háseti.

Morgunblaðið. 13 febrúar 1962.


Flettingar í dag: 685
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 898
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 754335
Samtals gestir: 57923
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 15:29:41