29.09.2018 17:15
561. Hermóður RE 200. LBHT / TFPH.
Vélbáturinn Hermóður RE 200 var smíðaður í Rödvig í Danmörku árið 1917 fyrir Fiskveiðafélagið Dröfn í Reykjavík. Eik. 39 brl. 48 ha. Alpha vél. Báturinn var gerður út af O Johnson & Kaaber í Reykjavík fyrsta árið (fiskiskýrslur 1917), en frá 1918 er báturinn gerður út af hf Dröfn. Seldur 1920-21, Engilbert Hafberg á Þingeyri, sama nafn og númer. Seldur 1923-24, Sigurði Hallbjarnarsyni á Suðureyri við Súgandafjörð, sama nafn og númer. Ný vél (1927) 96 ha. Tuxham vél. Seldur árið 1933-34, Guðmundi Magnússyni í Reykjavík, sama nafn og númer. Ný vél (1947) 160 ha. Tuxham vél. Ný vél (1955) 115 ha. Caterpillar díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá í október árið 1967.

561. Hermóður RE 200. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
561. Hermóður RE 200. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
Hermóður RE
200
Nýr mótorkútter, sem Hermóður heitir, kom hingað í gærmorgun
frá Danmörku. Hafði verið um 3 vikur á leiðinni vegna olíuleysis. Báturinun er
37 smálestir að stærð og er eign Fiskveiðafélagsins »Dröfn«. Verður hann þegar
sendur á síldveiðar.
Morgunblaðið. 25 júlí 1917.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1533
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 3444
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1201717
Samtals gestir: 83872
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 12:53:44