29.09.2018 17:15

561. Hermóður RE 200. LBHT / TFPH.

Vélbáturinn Hermóður RE 200 var smíðaður í Rödvig í Danmörku árið 1917 fyrir Fiskveiðafélagið Dröfn í Reykjavík. Eik. 39 brl. 48 ha. Alpha vél. Báturinn var gerður út af O Johnson & Kaaber í Reykjavík fyrsta árið (fiskiskýrslur 1917), en frá 1918 er báturinn gerður út af hf Dröfn. Seldur 1920-21, Engilbert Hafberg á Þingeyri, sama nafn og númer. Seldur 1923-24, Sigurði Hallbjarnarsyni á Suðureyri við Súgandafjörð, sama nafn og númer. Ný vél (1927) 96 ha. Tuxham vél. Seldur árið 1933-34, Guðmundi Magnússyni í Reykjavík, sama nafn og númer. Ný vél (1947) 160 ha. Tuxham vél. Ný vél (1955) 115 ha. Caterpillar díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá í október árið 1967.


561. Hermóður RE 200.                                              (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

              Hermóður RE 200

Nýr mótorkútter, sem Hermóður heitir, kom hingað í gærmorgun frá Danmörku. Hafði verið um 3 vikur á leiðinni vegna olíuleysis. Báturinun er 37 smálestir að stærð og er eign Fiskveiðafélagsins »Dröfn«. Verður hann þegar sendur á síldveiðar.

Morgunblaðið. 25 júlí 1917.



Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 724664
Samtals gestir: 53741
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 02:43:12