07.10.2018 09:14

B. v. Snorri Sturluson RE 242. LBFS.

Botnvörpungurinn Snorri Sturluson RE 242 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1919 fyrir breska flotann. Hét fyrst HMT James Mansell. 326 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél. Admiralty no: 4238, smíðanúmer 881. Skipið var selt í árslok 1920, hf Kveldúlfi í Reykjavík, fékk þá nafnið Snorri Sturluson RE 242. Seldur í desember 1922, Henry Smethurst í Grimsby, hét þá James Mansell GY 409. Seldur 1923-24, Hudson Steam Fishing Co Ltd í Hull, fær nafnið Trier H 782. Árið 1924 fær togarinn nafnið Cape Hatteras H 782. Seldur 1926, Trident Steam Fishing Co Ltd í Hull, hét þá Girdleness H 782. Togarinn fórst við Suðurey í Færeyjum 18 desember árið 1931 með allri áhöfn, 11 mönnum.


B.v. Snorri Sturluson RE 242. Á myndinni ber hann sennilega sitt síðasta nafn, Girdleness H 782.

        Snorri Sturluson RE 242

Snorri Sturluson heitir nýr botnvörpungur er kom frá Englandi nýlega. Er hann eign hf Kveldúlfs.

Ísafold. 6 desember 1920.


Togarar hf. Kveldúlfs í Reykjavíkurhöfn árið 1921-22. Þeir eru frá vinstri taldir; Þórólfur RE 134, Snorri Sturluson RE 242 og Skallagrímur RE 145. Fremstur er Egill Skallagrímsson RE 165.
(C) Helgi Sigurðsson.

      Kveldúlfstogarar á síldveiðar

Hf. Kveldúlfur er að gera út tvo botnvörpunga sína á síldveiðar frá Hjalteyri, þá Snorra Sturluson og Egil Skallagrímsson. Ennfremur fer vélbáturinn Þórir norður til síldveiða. Í ráði er að félagið sendi tvö skip til veiða vestur um haf, Skallagrím og Þórólf.

Vísir. 19 júlí 1922.

                Kveldúlfsskipin

Egill Skallagrímsson og Snorri Sturluson, eru væntanleg af síldveiðum fyrri hluta dags á morgun. Egill Skallagrímsson hefir veitt liðlega 7 þúsund tunnur og Snorri lítið eitt minna.

Vísir. 9 september 1922.


 
Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 337
Samtals flettingar: 737900
Samtals gestir: 55378
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:24:56