18.11.2018 07:17

361. Bryndís EA.

Það varð nú aldrei svo að þessi fallegi bátur sigldi um Eyjafjörðinn og nágrenni með innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn, heldur stendur hann, eða það sem eftir er af honum, ofan byggðar á Akureyri og virðist vera að grotna niður hægt og rólega. Bryndís var ein af hinum svokölluðu "Dísum", smíðuðum af Bárði G Tómassyni á Ísafirði á árunum 1938-39. Hún er nú búin að skila sínu blessunin á þeim tæplega 80 árum síðan hún var sjósett á Torfunesinu forðum. Myndirnar hér að neðan sendi Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík mér sem hann tók af Bryndísi í gær. 


Skemmtiskipið Bryndís EA ofan byggðar við Hlíðarenda á Akureyri í gær.










                                                                (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson. 17 nóvember 2018.


Þessi mynd var tekin á síðasta ári.                                         (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723570
Samtals gestir: 53699
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:38:21