09.12.2018 08:26

Allt að 500 ára gamalt bátsflak fannst í Þingvallavatni.

Þessi fundur er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta elsta flak sem fundist hefur hér á landi sem hugsanlega má telja íslenska smíði og það frá miðöldum. Ég vona að Þjóðminjasafnið hafi bolmagn til þess að bjarga þessu forna skipi og forverja það. Til þess þyrfti safnið á auka fjárveitingu að halda úr ríkissjóði. Það þarf að hafa hraðar hendur áður en flakinu verður spillt. Þessi aldni höfðingi í Þingvallavatni mun án efa gefa nýja og mun betri sýn á bátasmíðar hér á landi og Norðurlöndum á miðöldum, svo að til mikils er að vinna að ná flakinu upp sem fyrst og varðveita það.


Bátsflakið á 4 til 5 metra dýpi í Þingvallavatni.                                                         Skjáskot af ruv.is


Flakið í Þingvallavatni.                                                                                        Skjáskot af ruv.is


Flakið í Þingvallavatni.                                                                                        Skjáskot af ruv.is


Flakið í Þingvallavatni.                                                                                  (C) Erlendur Bogason.

          500 ára báts­flak finnst á botni                                Þing­valla­vatns
   Elsta báts­flak sem þekkt er hér á landi


Bát­ur sem fannst á botni Þing­valla­vatns í haust hef­ur verið ald­urs­greind­ur og er talið að hann sé frá 16. öld eða tæp­lega 500 ára gam­all. Er­lend­ur Boga­son, kafari og ljós­mynd­ari, fann bát­inn á 4-5 metra dýpi í Vatnsvik­inu þegar hann var að mynda fyr­ir Nátt­úru­m­inja­safn Íslands.
"Sam­kvæmt ald­urs­grein­ingu er um að ræða elsta báts­flak sem þekkt er hér á landi," seg­ir Hilm­ar J. Malmquist, for­stöðumaður Nátt­úru­m­inja­safns­ins. Miðað við 95% lík­ur er bát­ur­inn frá tíma­bil­inu 1482-1646 sam­kvæmt kol­efn­is­grein­ingu.
Bjarni F. Ein­ars­son forn­leifa­fræðing­ur hef­ur haft um­sjón með frum­at­hug­un á bátn­um, en fleiri sér­fræðing­ar og þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um hafa komið að mál­inu. Til­skil­inna leyfa var aflað og bát­ur­inn myndaður í bak og fyr­ir. Hann verður fal­inn Þjóðminja­safni Íslands til vörslu og um­sjón­ar lög­um sam­kvæmt.
Í um­fjöll­un um skips­fund þenn­an í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Hilm­ar vona að unnt verði að leggja í kostnað sem því fylg­ir að ná bátn­um upp af botni vatns­ins og for­verja hann.
"Bát­ur­inn er mjög heil­leg­ur, um fimm metra lang­ur og hef­ur varðveist ótrú­lega vel í vatn­inu," seg­ir Hilm­ar. "Hann er að hluta hul­inn mó og við vit­um að land hef­ur sigið þarna, en bát­ur­inn fannst á dýpi sem stemm­ir við 4-5 metra sig frá land­námi. Fleiri hafa rek­ist á bát­inn af hend­ingu og á þess­um slóðum eru kafar­ar oft á ferð. Það er því brýnt að ná bátn­um upp og koma hon­um í rann­sókn og í vörslu áður en tjón verður. Það hvarflaði að okk­ur að þarna væri kuml, en svo er ekki. Þetta er eigi að síður mjög for­vitni­leg­ur fund­ur."

Mbl.is 8 desember 2018.


Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 722307
Samtals gestir: 53627
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 08:30:53