02.03.2019 19:03

732. Reynir VE 15. TFIQ.

Vélbáturinn Reynir VE 15 var smíðaður í Ekenas í Svíþjóð árið 1946 fyrir bræðurna Pál og Júlíus Ingibergssyni í Vestmannaeyjum. Eik. 53 brl. 170 ha. Polar vél. Ný vél (1952) 150 ha. Hundested vél. Seldur 21 desember 1957, Mar hf í Reykjavík, hét Reynir RE 220. Ný vél (1958) 240 ha. G.M. vél. Seldur 15 nóvember 1959, Sæmundi Ólafssyni á Bíldudal, hét þá Reynir BA 66. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 6 september árið 1967.


Reynir VE 15 kominn í heimahöfn í fyrsta sinn hinn 19 júlí árið 1946.               Mynd úr safni mínu.


732. Reynir BA 66.                                                      (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

       Nýr Svíþjóðarbátur til Eyja

Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum, laugardag.
Í gær kom hingað nýr vjelbátur, sem smíðaður hafði verið á vegum ríkisstjórnarinnar í Kalmar í Svíþjóð. Bátur þessi er 55 smál., að stærð, með 170 hestafla Atlas diesel vjel og búinn öllum nýustu öryggistækjum, svo sem dýptarmæli, miðunarstöð og talstöð. Hámarks ganghraði er áætlaður 9 sjómílur. Báturinn er byggður úr eik og er allur frágangur hinn vandaðasti og handbragð allt hið smekklegasta. Hvílupláss er fyrir 16 menn. Hann reyndist mjög vel á leiðinni hingað og var fimm og hálfan sólarhring frá Gautaborg. Hann er alveg tilbúinn á síldveiðar og fer norður í kvöld. Eigendur hans eru bræðurnir Júlíus og Páll Ingibergssynir frá Hjálmhóli og hefur báturinn verið nefndur Reynir.

Morgunblaðið. 24 júlí 1946.


Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 906
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 719168
Samtals gestir: 53448
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:59:06