19.02.2020 08:03

V. b. Heimir VE 9. TFYK.

Vélbáturinn Heimir VE 9 var smíðaður í Fanö í Danmörku árið 1931. Eik. 47 brl. 120 ha. Deutz vél (1939). Það var Árni Böðvarsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum sem keypti bátinn frá Belgíu árið 1939. Þá var hann nýuppgerður og lengdur. Hét áður Rita. Árni flutti til Reykjavíkur í apríl 1946 með bátinn, hét hann þá Heimir GK 386. Ný vél (1947) 200 ha. Lister vél. Seldur 29 október 1952, Kjartani Steingrímssyni í Keflavík, hét Kristín KE 40. Ný vél (1954) 240 ha. GM vél. Seldur 2 janúar 1957, Hraðfrystistöðinni hf í Reykjavík, hét þá Kristín RE 45. Talinn ónýtur og tekinn af skrá í ágúst árið 1964. Báturinn var síðan brenndur stuttu síðar.


Heimir VE 9.                                                                                                            (C) Heimaslóð.is


Kristín RE 45.                                                             (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

               V.b.  Heimir VE 9

Nýr bátur, 55 smálestir að stærð eign Árna Böðvarssonar, kom til Vestmannaeyja á miðvikudag frá Belgíu, en þar var hann keyptur. Báturinn er 7 ára gamall, smíðaður í Danmörku, en nýuppgerður og lengdur. Báturinn er úr eik, mjög sterkur, með 120 til 150 hestafla Deutz-Diesel-vél. Hann var um fjóra sólarhringa frá Aberdeen til Vestmannaeyja og reyndist að sögn skipstjórans, Jóns Sigurðssonar frá Reykjavik, ágætt sjóskip. Verð er um 60 þúsund krónur. Báturinn verður gerður út frá Vestmannaeyjum með net. Skipstjóri verður Karl Sigurðsson.

Alþýðublaðið. 18 mars 1939.


Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 767
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 718261
Samtals gestir: 53384
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 11:17:55