17.08.2020 23:15

2895. Viðey RE 50 á sjómannadaginn 2020.

Tók þessar myndir af togaranum Viðey RE 50 á sjómannadaginn þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Körin voru tilbúinn á bryggjunni og einungis eftir að hífa þau um borð. Viðey RE 50 var smíðuð hjá Celiktrans Shipyard í Istanbúl í Tyrklandi árið 2017 fyrir H.B. Granda h/f í Reykjavík. 1.827 bt. 2.445 ha. MAN B&W 6L27/38, 1.799 Kw. Smíðanúmer CS 50. Skipið er hannað af Nautic, Skipahönnun og ráðgjöf í Reykjavík. Viðey kom til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur á vetrarsólstöðum, hinn 21 desember árið 2017. Móttökuathöfn var haldin daginn eftir út í Örfirisey, og við það tækifæri var skipinu formlega gefið nafn. Viðey er glæsilegt skip eins og systurskip hennar sem þegar eru komnar til landsins, Engey RE 1, ( selt til Rússlands á síðasta ári) og Akurey AK 10.
Skipstjóri á Viðey er Jóhannes Ellert Eiríksson, sem áður var skipstjóri á Ottó N Þorlákssyni RE 203.


2895. Viðey RE 50 í Reykjavíkurhöfn.


2895. Viðey RE 50 við Grófarbryggjuna.


Körin tilbúin á kæjanum.


Góður og fallegur fiskur úr Viðey RE 50. Ég flakaði um 80 kör af afla Viðeyjar um síðustu mánaðarmót hjá Erik the Red Seafood ehf í Keflavík. Stærð fisksins var að meðaltali 4 til 8 kíló sem er mjög vænn fiskur sem gott er að vélflaka.                                           (C) Þórhallur S Gjöveraa.

 

Flettingar í dag: 1656
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 17505
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 1470037
Samtals gestir: 92440
Tölur uppfærðar: 23.8.2025 10:05:56