03.04.2021 10:18

B.v. Valur RE 122. LBKG.

Botnvörpungurinn Valur RE 122 var smíðaður hjá Cochrane & Coopers í Beverley á Englandi árið 1894 fyrir Northwold Steam Fishing Co í Grimsby. Hét fyrst Northwold GY 625. 137,11 brl. 200 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 114. 92,5 ft. x 20,5 ft. x 11 ft. Seldur í desember 1904 til Noregs og mun hafa heitið þar Jacob. Seldur í september 1906, fyrri eiganda í Grimsby, hét þá Northwold GY 179. Seldur í maí 1908, Árna Hannessyni og fl. í Reykjavík, hét þá Valur RE 122. P.J.Thorsteinsson & Co (Milljónafélagið) eignast togarann um áramótin 1908-09. Seldur í mars 1914, Fiskveiðahlutafélaginu Alpha í Hafnarfirði, hét þá Alpha GK 433.Togarinn var seldur til Noregs árið 1917 og hét þar nöfnunum Velo og Saevik. Ekki er mér kunnugt ennþá um afdrif hans þar.


B.v. Valur RE 122 á Reykjavíkurhöfn.                                      (C) Magnús Ólafsson.

            Nýr botnvörpungur

"Valur" heitir botnvörpungur, sem nýkeyptur er af fjelagi hjer í Reykjavík og byrjaður á veiðum. Skipstjórinn heitir Árni Hannesson og keypti hann skipið í Englandi, en í fjelagi með honum eru: G. Einarsson konsúll, H. Steinsson skipstjóri, hlutafjelagið P. J. Thorsteinsson & Co. og ef til vill fleiri. Skipið er 62 smál. og hefur kostað hingað komið 45 þús. kr. Auk botnvörpunnar hefur það lóðir og síldveiðaútbúnað.

Lögrétta. 24 júní 1908.



Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720790
Samtals gestir: 53525
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:58:57