23.05.2021 11:15

2249. Helga RE 49. TFSF.

Frystitogarinn Helga RE 49 var smíðaður hjá Slipen Mekanisk Verksted A/S í Sandnessjöen í Noregi árið 1996 fyrir Ingimund hf í Reykjavík. 1.951 Bt. 4.590 ha. Wartsila 9R32D, 3.375 Kw. Lengd 60,4 m. breidd 13 m. Djúprista 8,3 m. Smíðanúmer 57. Skipið var hannað hjá Skipsteknisk A/S í Álasundi í Noregi. Skipið var selt 29 október 1999, Polar Seafood Greenland A/S í Nuuk, hét þá Polar Arfivik GR 6-285. Selt 30 ágúst 2002, Rosund Drift A/S í Álasundi í Noregi, og heitir Atlantic Star M-111-G og er skráð með heimahöfn í Vardö í norður Noregi. Skipið var lengt um 14,4 metra árið 2015, og mældist þá 2.436 Bt. og 74,8 metrar á lengd. Einstaklega fallegt skip og ekki spillir litavalið.


2249. Helga RE 49.                                                                                  (C) Snorri Snorrason.

   Helgurnar hafa verið happafley

Nýjasta og glæsilegasta fiskiskip landsins, Helga RE 49, 2.000 brúttótonn, hélt út á rækjumiðin við Norðurland í nótt. Skipið er óvenju fallegt og vinsamlegt fyrir 20 manna áhöfn sína, búið öllum þeim munaði sem eitt heimili býður upp á. Á því heimili mega menn ekki reykja, það gera menn í sérstökum klefa. "Þetta er heimili mannanna og við viljum að það sé gott heimili, hér er sími í hverjum klefa, sjónvarp og vídeó, nefndu það bara, það er um borð," sagði Ármann Ármannsson útgerðarmaður hjá Ingimundi hf. í samtali við Dag-Tímann í gær. Komu Helgu var fagnað tilhlýðilega um borð í gærkvöldi. Fyrirtækið seldi þrjú skip til að láta smíða nýju Helguna, tvær Helgur og Ögmund. "Við erum með 2.700 tonna veiðiheimildir í þorskígildum og förum á hefðbundin mið, þetta á að nægja þessu skipi," sagði Ármann.
Skipstjórar eru tveir Geir Garðarson sem var á Helgu II og Viðar Benediktsson sem var á Helgu RE 49. Áhöfnin er 30 manns og 20 úti í einu. Helgu-nafnið hefur lengi fylgt skipum Ingimundar hf. og Helgurnar hafa reynst hin mestu happaskip. Ármann segir að líklega sé nafnið upphaflega draumanafn föður síns, sem stofnaði Ingimund hf. ásamt Sveini Benediktssyni. Rækjan frá Helgu er unnin fyrir markað í Japan, Frakkland, Spán og Ítalíu og seld ópilluð. Verðið á afurðinni hefur haldist gott enda þótt verð á pillaðri rækju hafi lækkað nokkuð.

Dagur-Tíminn. 4 september 1996.


2249. Helga RE 49.                                                                                    (C) Snorri Snorrason.


Frystitogarinn Helga RE 49.                                                                  (C) Snorri Snorrason.


Norski frystitogarinn Atlantic Star M-111-G.                                                         (C) Roger Solem.


Fyrirkomulagsteikning af Helgu RE 49.                        Mynd úr Ægi.

                 Helga RE 49

Þann 1. sept. sl. kom nýr skuttogari Helga RE 49 til heimahafnar í Reykjavík. Skipið er smíðað hjá Slipen Mekanisk Verksted A.S. í Sandnessjöen Noregi smíðanúmer 57 og er skipið hannað hjá Skipsteknisk A.S. í Alesund Noregi. Helga RE er fyrsta nýsmíði fyrir íslendinga frá Slipen Mek. Verkst. en Guðmunda Torfadóttir VE (skipaskrárnúmer 2191), sem kom notuð til landsins, var smíðuð hjá þessari stöð. Guðmunda Torfadóttir hefur verið seld úr landi. Skipið verður gert út á rokjuveiðar með fullvinnslu um borð. Þrjár togvindur eru í skipinu og verður veitt með tveimur trollum þar sem því verður við komið. Helga RE 49 kemur í stað Helgu II RE 373 (skipaskrárnúmer 1903), fjölveiðiskips sem var smíðað fyrir útgerðina 1988, einnig hverfa úr rekstri önnur skip og bátar. Helga II RE 373 var seld til Samherja hf. og heitir nú Þorsteinn EA 810. Fyrsta skip útgerðarinnar, og bar nafnið Helga RE 49, var sænskur eikarbátur smíðaður 1947 og var með 260 hestafla Polar aðalvél. Nýja Helga RE 49 er með 4.590 hestafla Wartsila aðalvél. Í nýju Helgu RE er Caterpillar hjálparvél (Ijósavél) 1.033 hestöfl. Einnig er 250 hestafla hafnarljósavél í skipinu frá Caterpillar.
Eigandi Helgu RE 49 er Ingimundur hf í Reykjavík. Ingimundur hf. Var stofnað í júlí 1947 og verður því fyrirtokið 50 ára á næsta ári. Skipstjórar á Helgu RE eru Viðar Benediktsson og Geir Garðarsson og yfirvélstjóri er Björgvin Jónasson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Ármann Ármannsson.
Mesta lengd 60,40 m.
Lengd milli lóðlína 53,40 m.
Breydd (mótuð) 13,00 m.
Dýpt að efra þilfari 8,30 m.
Dýpt að neðra þilfari 5,80 m.
Eiginþyngd 1.819 tonn.
Lestarrými (undirlest) 946,7 m3.
Lestarrými (milliþilfarslest) 211,5 m3.
Brennsluolíugeymar (svartolía) 412,1 m3.
Brennsluolíugeymar (gasolía) 106,8 m3.
Ferskvatnsgeymar 62,8 m3.
Sjógeymar (stafnhylki) 46,3 m3.
Andveltigeymir (svartolía) 61,2 m3.
Brúttótonnatala 1.951 Bt.
Ganghraði (heimsigling 80% afl) 12,5 hn.
Skipaskrárnúmer 2249.

Ægir. 8 tbl. 1 ágúst 1996.

Flettingar í dag: 1982
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 740634
Samtals gestir: 55857
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 17:40:38