17.06.2021 10:42

Um borð í Nýsköpunartogaranum Goðanesi NK 105.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru um borð í Norðfjarðartogaranum Goðanesi NK 105. Myndirnar eru úr safni Gunnars Þorsteinssonar í Neskaupstað, en afi hans, Ársæll Júlíusson var einn af eigendum Goðaness og myndirnar sjálfsagt frá honum komnar. Goðanes NK 105 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley í Englandi árið 1947 fyrir samnefnt hlutafélag í Neskaupstað. 655 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Kom fyrst til heimahafnar sinnar, Neskaupstaðar á annan dag jóla sama ár.


B.v. Goðanes NK 105 á siglingu, sennilega á leið til Englands að selja afla sinn. Maðurinn til hægri er sennilega Þorsteinn Júlíusson einn eigenda togarans.


Með trollið á síðunni og pokinn og belgurinn fullur af fiski.


Með trollið á síðunni.


Sennilega vélstjóri og kyndari á keisnum að kæla sig.


Jósafat Hinriksson vélstjóri. Hann var merkilegur karl hann Jósafat. Hann var svo lengi vélstjóri á Neptúnusi RE 361. Hann átti svo J Hinriksson hf í Reykjavík.


Mig minnir að þessi maður hafi verið loftskeytamaður.


B.v. Goðanes NK 105 í erlendri höfn.


Verið að tæma pokann.


Á toginu.


Á toginu og smá ísing komin á rá og reiða.


Ætli hann hafi verið á Halanum.


B.v. Goðanes NK 105 leggst við innri bæjarbryggjuna í Neskaupstað. Mikill mannfjöldi er á bryggjunni að taka á móti skipi og áhöfn. Hvert tilefnið var, veit ég ekki.   Myndir úr safni Gunnars Þorsteinssonar.

        Fékk 240 tonn á 5 dögum

Togarinn Goðanes frá Norðfirði kom til Ísafjarðar í gærkvöldi með 240 tonn af fiski eftir 5 daga veiðiför á Halamið. Mestallur fiskurinn eða rúmlega 200 tonn var stór þorskur og fer hann í frystihúsin á Ísafirði, Súðavík og Bolungarvík. Veður er gott á Ísafirði í dag, blæjalogn og dálítil þoka í fjöllum. Í stjórnmálunum fer hvessandi, enda nálgast nú alþingiskosningar óðum.

Vísir 28 maí 1952.



Flettingar í dag: 168
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 689114
Samtals gestir: 51457
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:32:03