02.08.2021 19:52

B.v. Skallagrímur RE 145. LBMH.

Botnvörpungurinn Skallagrímur RE 145 var smíðaður hjá Dundee Shipbuilders & Co Ltd í Dundee í Skotlandi árið 1905. 258 brl. gufuvél, stærð ókunn, (400 ha. ?). Hét áður Gloria. h/f Kveldúlfur í Reykjavík kaupir togarann í ársbyrjun 1912 og kom hann til landsins hinn 17 janúar sama ár. Það óhapp vildi til þann 7 október árið 1916 að togarinn sökk í Reykjavíkurhöfn. Tók það rúman mánuð að ná Skallagrími upp og langan tíma tók að gera skipið sjófært á ný. Togarinn var seldur til Grimsby árið 1920. 


B.v. Skallagrímur RE 145 á ytri höfninni í Reykjavík.      (C) Magnús Ólafsson. Mynd á póstkorti.

                h.f. "Kveldúlfur"

"Kveldúlfur« heitir nýtt botnvörpufjelag og er formaður þess Richard Jensen. Hann var nú erlendis að útvega fyrsta skipið og kom í nótt á því hingað. Skipið á að heita "Skallagrímur". Mun það ætlan fjelagsins, að yngja upp ætt Mýramanna í botnvörpungum. Kemur þá Egill Skallagrímsson næst og svo koll af kolli. Verður það álitlegur floti, þegar karlleggur þessi er á enda rakin og rekur þá lestina Þorsteinn böllóttur Snorrason, er ábóti var á Helgafelli um 1350, en hann vitum vjer seinastan afkomanda Skallagríms í beinan karllegg.

Vísir. 17 janúar 1912.         

Flettingar í dag: 493
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725025
Samtals gestir: 53776
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:14:26