12.09.2021 12:50

M.b. Þór SU 389.

Mótorbáturinn Þór SU 389 var smíðaður í Fredrikssund í Danmörku árið 1915 fyrir Rolf Johansen kaupmann og athafnamann á Búðareyri við Reyðarfjörð. Eik og fura. 4,39 brl. 10 ha. Wichmann vél (1924). 8,98 x 2,70 x 1,10 m. Seldur 25 júní 1926, Óla Þorleifssyni á Eskifirði. Seldur 6 febrúar 1929, Jóni K Guðjónssyni á Eskifirði. Seldur 25 apríl 1934, Sveini Ólafssyni í Firði í Mjóafirði, sama nafn og númer. Seldur 17 apríl 1940, Svavari Víglundssyni í Neskaupstað, hét Hafþór NK 80. Seldur 13 desember 1943, Ásbirni Karlssyni og Ásgeiri Karlssyni á Djúpavogi, hét þá Hafþór SU 13. Báturinn var talinn ónýtur 15 október árið 1948 og tekinn af skrá. Árið 1956 eignaðist Stefán Aðalsteinsson á Djúpavogi bátinn og lét hann byggja hann upp frá grunni á Fáskrúðsfirði sama ár. Mældist þá 6 brl. Einnig var sett í bátinn 14 ha. Saab vél. Báturinn var súðbyrtur áður, en nú var sett á hann slétt klæðning og hann endurskráður og fékk þá nafnið Hafþór SU 101. Seldur 26 ágúst 1959, feðgunum Auðuni Þórðarsyni og Konráð Auðunssyni í Neskaupstað, hét Elsa NK 101. Vorið 1965 var báturinn dreginn á land á Norðfirði undan hafís, en fylltist þar af sandi og sjó. Þá eignuðust Skipatryggingar Austfjarða bátinn. Að endingu keypti Guðmundur Vestmann skipstjóri í Neskaupstað bátinn, náði honum á flot og fór með hann út í bæ og  dró hann á land. Þar stóð báturinn þar til hann fór á áramótabrennu á Norðfirði, áramótin 1966-1967.


Þór SU 389 á siglingu á Norðfirði. Heitir raunar Hafþór SU 101 þegar þessi mynd er tekin. Báturinn er sennilega komin þarna í eigu feðganna Auðuns og Konráðs.  (C) Sigurður Guðmundsson.

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 698661
Samtals gestir: 52772
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 05:50:48