12.09.2021 17:23

Áhöfnin á togaranum Brimi NK 75 á síldveiðum sumarið 1937.

Norðfjarðartogarinn Brimir NK 75 stundaði sumarsíldveiðar eins og aðrir íslenskir togarar gerðu á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina. Þá var aðal veiðisvæði síldarinnar úti fyrir Norðurlandi. Það var mikill uppgripa tími fyrir togaranna þegar vel bar í veiði og oftast ekki svo langt að fara til löndunar. Aðal löndunarstaðirnir voru Siglufjörður, Djúpavík, Hjalteyri, Svalbarðseyri, Hesteyri í Jökulfjörðum, Akureyri og nokkrar fleiri hafnir við Eyjafjörð og á Austfjörðum. Brimir sigldi oftast austur á Norðfjörð og landaði síldinni hjá Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar. Þetta var löng leið að fara, en þetta skapaði atvinnu í bænum og var togarinn keyptur til bæjarins í þeim tilgangi. Þessir gömlu kolakynntu togararnir voru á þessum tíma, úr sér gengin skip. En aðal uppgripin voru eftir. Þegar að ófriðurinn í Evrópu hófst í september 1939, hækkaði verð á ísfiski, bæði í Bretlandi og í Þýskalandi, varð úr að togararnir seldu nær allan afla sinn erlendis fyrir geysihátt verð að ríkissjóður og útgerðirnar stórgræddu. Það má segja að aldrei hafi eins gömul og oft á tíðum léleg skip skilað eins miklum gjaldeyri til þjóðarinnar og gaf það góð fyrirheit um það sem kom að styrjöldinni í Evrópu lokinni, nefnilega nýsköpuninni. Norðfirðingar áttu Brimi í rúm þrjú ár. Hann var seldur Skúla Thorarensen í Reykjavík hinn 30 júlí árið 1939, eða korter fyrir stríð. Þar urðu Norðfirðingar af miklu uppgripi, því ef þeir hefðu getað haldið togaranum lengur í heimabyggð, hefði togarasaga Norðfjarðar orðið önnur en raunin varð.


Fyrsti togari í eigu Norðfirðinga var Brimir. Myndin var tekin um borð í skipinu sumarið 1937, en þá var skipið á síldveiðum.
Aftasta röð frá vinstri:
Oddur Hannesson, loftskeytamaður, Guðni Pálsson, skipstjóri, Stefán Björnsson, 2. stýrimaður, Ólafur, 1. vélstjóri, Páll Ágústsson, 2. vélstjóri, Ingvar Pálmason, nótabassi, Páll Guðnason (sonur skipstjóra), Björgvin Björnsson, 1. stýrimaður.
Næst aftasta röð:
Bjarni Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Mikael Sverrisson, Sigurður B. Sigurðsson, Rannver Bjarnason, Baldvin Ólafsson, Jóhannes Narfason, bátsmaður.
Þriðja röð að aftan:
Jóhann Þórðarson, Anton Lundberg, Guðmundur Eyjólfsson, Páll Jónsson, saltari.
Næst.fremsta röð:
Svanbjörn Jónsson, kyndari, Herbert Þórðarson, Páll Jónsson, Ármann Eiríksson, Óskar Sigurðsson.
Fremsta röð:. Ragnar Guðnason. Sveinmar Jónsson, kyndari, Magnús Guðmundsson, matsveinn, Jón Pálsson, aðstoðarmatsveinn og Stefán Höskuldsson.

Botnvörpungurinn Brimir NK 75 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir breska flotann. Hét þar Simeon Moon. Smíðanúmer 897. 314 brl. 550 ha. 3 þennslu gufuvél. Seldur sama ár, Hellyers Bros Ltd í Hull, hét General Rawlinson H 173. Seldur 13 september 1924, Fiskveiðahlutafélaginu Víði í Hafnarfirði, hét Ver GK 3. Skipið var selt 4 september 1931, h/f Ver í Hafnarfirði, hét Ver RE 32. Seldur 18 apríl 1936, Togarafélagi Neskaupstaðar í Neskaupstað, hét Brimir NK 75. Seldur 29 júlí 1939, Hlutafélaginu Helgafelli í Reykjavík (Skúli Thorarensen), hét þar Helgafell RE 280. Seldur 15 júní 1945, Hlutafélaginu Hrímfaxa í Reykjavík og Hlutafélaginu Sviða í Hafnarfirði, skipið hét Skinfaxi GK 3. Skipið var selt 30 ágúst 1947, P/f Skinfaxa í Söldarfirði í Færeyjum, hét þar Miðafell FD 69. 9 mars 1951 keypti Gudmund Isfeld togarann á nauðungaruppboði. Togarinn var svo  seldur í brotajárn til Antwerpen í Belgíu og tekinn af færeyskri skipaskrá 26 október árið 1951.

Málverk Sigríðar Lúðvíksdóttur.

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 767
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 718174
Samtals gestir: 53377
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:50:03