30.10.2022 05:57

E.s. Ísafold. LBDJ.

Gufuskipið Ísafold var smíðað hjá Wood, Skinner & Co Ltd. Í Bill Quay Yard í Newcastle í Englandi árið 1891 fyrir Skinningrove Iron Co Ltd í Middlesbrough ( Charles Henry Pile í London manager). Var hleypt af stokkunum hinn 28 október sama ár og afhent eigendum sínum í desember. Hét fyrst Skinningrove og smíðað sem flutningaskip. 347 brúttó (194 nettó). 140,7 x 22,1 x 10,9 fet. 185 ha. 3 þennslu gufuvél smíðuð hjá North-Eastern Marine Engineering Co. Ltd í Wallsend near river Tyne í Newcastle. Smíðanúmer 33. Árið 1954 var sett díesel vél í skipið, 2 SA 6 cyl Burmeister & Wain vél. Breytt í sandpramma árið 1981. Eigendasaga skipsins fer hér á eftir í tímaröð:
1895. P. Biraben & Fils í Bordeaux í Frakklandi, hét Pierre-Paul.
1899-1900. Johan Peter Thorkelin Bryde kaupmaður í Kaupmannahöfn, hét þá Ísafold.
1900. Brydes kaupmaður, skipið þá skráð í Reykjavík.
1910. Ekkja Brydes kaupmanns, Thora Augusta Bryde skráður eigandi. Skráð í Kaupmannahöfn.
1911. SA des Transports Cötieres Marseille, hét Prado.
1911. Franska ríkið.
1923. J. Filippi & Cie í Marseille, hét Lieutenant.
1924. M.M.E. Papadimitrou & Co í Piraeus í Grikklandi, hét Alpha.
1928. E. Mavroleon í Piraeus. Hét Maria M frá 1930.
1931. Valannis & Kariaktides í Piraeus, hét Charalambos Vaiannis.
1933. Cera Zade Mehmet Tahsin í Istanbul Tyrklandi, hét þá H. Esref.
1936. Cerrahoglu Mehmet Tahsin í Istanbul.
1944. Fakir Nadir Zeren í Istanbul.
1947. Izzet Demirtas í Istanbul.
1958. Ismail Kaptan ve Ortaklari í Istanbule, hét Ismail Kaptanoglu.
1965. Ismail Kaptanoglu í Istanbule.
1977. Turan Karakaya í Istanbul, hét Karakaylar.
1997. Skipið sökk 2 ágúst 1997 eftir árekstur við ferjuna Suadiye um 1 sjómílu út af eyjunni Heybeliada á Marmarahafi sem er um 25 sjómílur suður af Istanbul.

Bryde kaupmaður hefur haft skipið í förum milli Kaupmannahafnar og Íslands með vörur en hann var með verslun í Khöfn og víða hér á landi, m.a. í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Hafnarfirði og Vík í Mýrdal. Ísafold hefur hentað vel í vöruflutninga hér við land því djúprista þess var ekki mikil (10,9 ft.) sem sagt komið sér vel í nær hafnlausu landi á þessum tíma.

Málverkið er í eigu Dr. Hilmars J Malmquist forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands, en hann keypti það á uppboðsvef Bruun Rassmussens í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Hann sendi mér myndina af Ísafold og bað mig að grafast fyrir um sögu skipsins. Ég fékk til liðs við mig Birgi Þórisson sem veit einna mest um sögu gamalla skipa hér á landi, hvort sem um er að ræða innlend eða erlend og þakka ég honum fyrir hjálpina.

Gufuskipið Ísafold á leið yfir úfinn sæ. Málari óþekktur.   (C) Hilmar J Malmquist.
 
Lieutenant Corriol árið 1923-24.                         (C) Marine-Marchande.
 
Karakayalar. Myndin tekin einhverntíman eftir 1977.         (C) Robert Boman.
Flettingar í dag: 1917
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 743676
Samtals gestir: 56016
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:38:51