12.11.2022 16:47

5554. Sigurgarður NK 43.

Vélbáturinn Sigurgarður NK 43 var smíðaður af Baldri Halldórssyni að Hlíðarenda á Akureyri árið 1966. 3,36 brl. 20 ha. Bukh vél. 7,32 x 2,47 x 1,04 m. Hét fyrst Gullberg EA 200 og var smíðaður fyrir Birgi Þórhallsson á Akureyri. Seldur 18 maí 1967, Reimari Þorleifssyni og Rúnari Þorleifssyni á Dalvík, hét Gullberg EA 475. Seldur 7 júlí 1972, Högna Jónassyni í Neskaupstað, hét þá Sigurgarður NK 43. Seldur 13 júní 1978, Sigurði Finnbogasyni á Seyðisfirði, hét Blíðfari NS 6. Seldur 29 apríl 1982, Jóhanni Frímanni Valgarðssyni í Reykjavík og Vilmundi S Þorgrímssyni á Seyðisfirði, hét Frímann NS 6. Seldur 27 apríl 1984, Sæmundi Ingólfssyni á Seyðisfirði, hét Diddi NS 6. Ný vél (1984) 14 ha. Sabb vél. Seldur 27 mars 1985, Kristjáni Þorkelssyni Eiðshúsi á Hellissandi, hét Diddi SH 256. Seldur / maí 1986, Trausta Aðalsteinssyni og Skúla T Haraldssyni á Patreksfirði, hét Kópur BA 101. Ný vél (1989) 33 ha. Volvo Penta vél. Seldur 18 júní 1992, Einari Gylfasyni á Akureyri, hét Kópur EA 901. Seldur 1 júní 1994, Jörundi Guðmundssyni í vogum, Árna Ingvasyni í Kópavogi og Albert Finnbogasyni í Mosfellsbæ, sama nafn og númer.Tekinn af Íslenskri skipaskrá 23 desember árið 1998. Mun þá hafa heitið Saxi.
 

Sigurgarður NK 43 að leggjast við bæjarbryggjuna í Neskaupstað, sennilega árið 1972. Högni skipstjóri aftan við stýrishúsið. Hann var á togaranum Goðanesi NK 105 þegar hann fórst í mynni Skálafjarðar í Færeyjum 2 janúar 1957. Högni fórst í snjóflóðunum í Neskaupstað 20 desember 1974. Hann var þá við vinnu sína í loðnuverksmiðju SVN. Strákurinn frammi á bakkanum er Pétur Hafsteinn Högnason. Pétur var skírður í höfuðið á Pétri Hafsteini Sigurðssyni skipstjóra Goðaness sem fórst með skipi sínu.  (C) Jóna Rebekka Högnadóttir.
Flettingar í dag: 1790
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 743549
Samtals gestir: 56006
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 12:10:08