07.12.2022 09:31

B.v. Jörundur EA 335. TFLG.

Togarinn Jörundur EA 335 sómir sér ágætlega á þessu málverki. Veit ekki hver málaði þessa mynd eða hvenær. Rakst á þessa mynd fyrir þó nokkru síðan. Það væri nú gaman ef einhver vissi hver listamaðurinn er.
 

Jörundur EA 335 á siglingu.  Málverk eftir óþekktan listamann.
 
Líkan Gríms Karlssonar af Jörundi EA 335. Hvar værum við núna ef við hefðum ekki haft mann eins og Grím heitinn sem var iðinn að smíða skipasögu okkar. Sannarlega listamaður af guðs náð. Mynd úr safni Sæmundar Þórðarsonar.
 
Jörundur EA 335 á siglingu á Eyjafirði.           Ljósmyndari óþekktur.

 

                                        Jörundur EA 335

Togarinn Jörundur EA 335 var smíðaður hjá Brooke Marine Ltd í Lowestoft í Englandi árið 1949 fyrir Guðmund Jörundsson á Akureyri. 491 brl. 950 ha. Mirrlees díesel vél. 46,63 x 8,58 x 3,81 m. Smíðanúmer 175. Skipið var selt 21 janúar 1958, Þórólfi mostraskeggi h/f í Stykkishólmi, hét Þorsteinn þorskabítur SH 200. Ný vél, 950 ha. Deutz díesel vél var sett í skipið árið 1963. 29 maí 1963 var skráður eigandi Ríkissjóður Íslands, skipið hét Sigurey EA 8. Var um þetta leyti í eigu Sigurðar Finnssonar á Siglufirði. Skipið var selt í ágúst árið 1966, Grími h/f á Eskifirði, hét Jón Kjartansson SU 111. Sökk út af Vattarnesi í minni Reyðarfjarðar, 28 janúar 1973. Áhöfnin, 12 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Dagfara ÞH 70 frá Húsavík.

Flettingar í dag: 2840
Gestir í dag: 302
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 741492
Samtals gestir: 55892
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:30:51