26.01.2023 17:35

2329. Birtingur NK 119. TFSB.

Nótaskipið Birtingur NK 119 var smíðaður hjá Hellesoy Verft A/S í Lofallstrand í Noregi árið 1990. 1.230 Bt. 701 brl. 520 nettó. 3.300 ha. Wichmann vél, 2.427 Kw. 56,0 x 11,0 x 7,70 m. Smíðanúmer 117. Hét fyrst hér á landi Sveinn Benediktsson SU 77 frá árinu 1999, og var í eigu Skipakletts h.f á Reyðarfirði, en var gert út af S.R. Mjöli hf. Hét fyrst Torson til 1998, hét þá Talbor til 1999 þar til skipið kemst í eigu Skipakletts á Reyðarfirði. Frá árinu 2001 er skipið í eigu Garðars Guðmundssonar útgerðarmanns á Ólafsfirði, hét þá Guðmundur Ólafur ÓF 91. Með yfirtöku Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað á Garðari Guðmundssyni hf. á Ólafsfirði haustið 2006, komst skipið í eigu Síldarvinnslunnar hf., fékk þá nafnið Birtingur NK 119 og var fjórða skipið sem bar þetta nafn hjá SVN. Selt til Noregs árið 2007 og mun hafa heitið Magnarson H-104-AV og gerður út frá Bergen í Noregi. Selt til Færeyja, (2011 ?), hét þar Atlantsfarið VA 218 og var gert út frá Miðvogi til ársins 2016. Var þá selt til Kollafjarðar í Færeyjum og hét þar Norðhavið VN 207. Leigt og síðan Selt 2018-20, til Scheveningen í Hollandi og heitir Cap Blanc SCH 153 og mun sennilega vera gert út þaðan í dag.
 

2329. Birtingur NK 119 á leið inn Norðfjörð með fullfermi.  (C) Gunnar Þorsteinsson.



                          Síldarvinnslan í breytingum

Síldarvinnslan hf. og Garðar Guðmundsson hf., sem gerir út ms Guðmund Ólaf ÓF, verða sameinuð á næstunni í kjölfar þess að Síldarvinnslan keypti um 20 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Síldarvinnslan um 80 prósenta hlut í félaginu. Síldarvinnslan stendur nú í verulegum breytingum á skipastól sínum, kvóta og nokkrum öðrum þáttum starfseminnar og eru kaupin liður í því. Til að mynda hefur Súlan EA frá Akureyri verið keypt með aflaheimildum og verður skipið afhent Síldarvinnslunni eftir næstu loðnuvertíð. Síldarvinnslan hefur um 26 þúsund þorskígildistonn til ráðstöfunar, aðallega í uppsjávartegundum.
Í vor lauk byggingu nýrrar frystigeymslu í Neskaupstað og getur Síldarvinnslan nú geymt yfir 20 þúsund tonn af frystum afurðum. Sala á mjöli og lýsi hefur nú verið flutt frá Reykjavík til Neskaupstaðar. Þar að auki hefur öll starfsemi SR-Mjöls varðandi sölu, fjármál og gæðaeftirlit verið flutt frá Reykjavík til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar.

Fréttablaðið. 4 október 2006.
 

Atlantsfarið VA 218.                                                (C) Föroya skipalistinn 2011.
 
Cap Blanc SCH 153.                                          (C) Marcel & Ruud Coster.


                           Sveinn Benediktsson SU 77

Sveinn Benediktsson kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Reyðarfirði 28. apríl síðastliðinn. Skipið er fyrsta fiskiskipið sem SR-Mjöl hf. eignast að öllu leyti. Skipið er keypt notað frá Noregi og kostaði um 600 milljónir króna tilbúið til togveiða. Fyrir á SR-Mjöl 40% hlut í Þórði Jónassyni EA. Sveinn Benediktsson SU 77 er smíðaður hjá Th. Hellesoy Skipasmíðastöð í Noregi árið 1990, smíðanúmer 117. Skipið er teiknað af Vik og Sandvik og flokkað hjá DNV. Skipið er vel búið til nóta- og flotvörpuveiða og til heilfrystingar á uppsjávarfiskum. Toggeta skipsins er allt að 48 tonn. Í skipinu eru fjórir tankar með sjókœlingu og tvœr frystilestar. Eftir afhendingu í Noregi 9. apríl, hélt skipið til Egersunds til að taka flottroll og fór síðan á veiðar suður af Fœreyjum. Skipið landaði 1000 tonnum af kolmunna í fyrsta sinn á Seyðisfirði 26. apríl og kom til heimahafnar á Reyðarfirði 28. apríl síðastliðinn.
Mesta lengd (Loa) (m) 56,00
Lengd milli lóðlína (m) 49,00
Breidd (mótuð) (m) 11,00
Dýpt að aðalþilfari (m) 7,70
Dýpt að efraþilfari (m) 5,50
Brennsluolíugeymar (m3 ) 273,8
Ferskvatnsgeymar (m3 ) 41
Smurolía og glussi (m3 ) 8,7
Stafnhylki sjór (m3 ) 54,0
Lestarrými (m3 ) 1240
Eiginþynd (tonn) 1028,1
Særými við 6,91 m djúpristu undir kjöl, miðskips 2566,0
Brúttótonnatala 1230
Nettótonn 519
Rúmtala 2965,5
Reiknuð bryggjuspyrna — tonn 48,0
Aflvísir 11.739
Skipaskrárnúmer 2329

Ægir. 5 tbl. 1 maí 1999.



 

Flettingar í dag: 2379
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 744138
Samtals gestir: 56044
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:53:20