20.06.2023 05:10

Japanstogararnir. / 1277. Ljósafell SU 70 TFHV.

Skuttogarinn Ljósafell SU 70 var smíðaður hjá Narazaki Zosen K.K. Shipyard í Muroran á Hokkaido eyju í Japan árið 1973 fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar h.f. á Fáskrúðsfirði. 462 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,10 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 809. Kom til heimahafnar sinnar, Fáskrúðsfjarðar, hinn 31 maí árið 1973. Fyrsti skipstjóri var Guðmundur Ísleifur Gíslason og 1 vélstjóri var Gunnar Ingvarsson.
 

Ljósafell SU 70 í heimahöfn.             Mynd af facebooksíðu Ljósafells SU 70.



                    Ljósafell SU 70


31. maí s. l. kom skuttogarinn Ljósafell SU 70 til heimahafnar sinnar, Fáskrúðsfjarðar. Ljósafell er níundi skuttogarinn sem smíðaður er í Japan fyrir íslendinga og jafnframt fimmta skipið frá Narasaki skipsmíðastöðinni. Eigandi Ljósafells SU er Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar. í 4. tbl. Ægis var lýst skuttogaranum Vestmannaey VE og á sú lýsing við þetta skip einnig, nema hvað vinnuþilfar er eins og í Páli Pálssyni ÍS sem lýst var í 6. tbl. Ægis. Til viðbótar tækjum þeim í brú, sem lýst var í sambandi við Vestmannaey VE, eru togmælar frá Tokyo Keiki og asdiktæki frá Furuno, gerð FH - 203. Skipstjóri á Ljósafelli SU 70 er Guðmundur Ísleifur Gíslason og 1. vélstjóri er Gunnar Ingvarsson, en framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Jón Erlingur Guðmundsson. Ægir óskar eigendum og áhöfn til hamingju með þetta glæsilega skip. 

Ægir. 13 tbl. 1 ágúst 1973.

 

 

Flettingar í dag: 1336
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 743095
Samtals gestir: 55990
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 09:31:10