20.06.2023 12:39

Japanstogararnir. / 1278. Bjartur NK 121 TFNV.

Skuttogarinn Bjartur NK 121 var smíðaður hjá Niigata Engineering Co Ltd í Niigata á Honshu eyju í Japan árið 1973 fyrir Síldarvinnsluna h.f. í Neskaupstað. 461 brl. 2000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,02 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 1161. Kom fyrst til heimahafnar, Neskaupstaðar hinn 2 mars 1973. Fyrsti skipstjóri var Magni Kristjánsson og 1 vélstjóri Sigurður Jónsson.
 

Bjartur NK 121 í heimahöfn.                                   (C) Guðmundur Sveinsson.




                                           Bjartur NK 121          


2 marz 1973 kom skuttogarinn Bjartur NK 121 til Neskaupstaðar frá Japan, en þar var skipið byggt. Þetta er þriðji skuttogarinn sem kemur frá Japan, en sá fyrsti sem byggður er hjá Niigata skipasmíðastöðinni. Tveir þeir fyrri, Vestmannaey VE 54 (Ægir, 4. tbl. '73) og Páll Pálsson ÍS 102 (Ægir 6. tbl. '73) voru byggðir hjá Narasaki skipasmíðastöðinni. Bjartur er í meginatriðum eins og fyrri skipin tvö, en helztu breytingar, sem orðið hafa eru eftirfarandi: Fiskmóttökulúga framan við skutrennu opnast upp, en ekki niður eins og á þeim fyrri. Jafnframt er vökvabúnaður á hliði skutrennu ekki fyrir hendi á Bjarti. Aftast á vinnuþilfari eru blóðgunarker og er vinnuþilfarið að öllu leyti eins og á Páli Pálssyni ÍS, nema ekki er nein ísvél í skipinu. Engir lifrargeymar eru í Bjarti, en við þá breytingu stækkar lestarrúm skipsins um ca. 13 m 3 . Fiskkassar eru í 2/3 hlutum lestarinnar, en í 1/3 fremst af lestinni er áluppstilling. Í Bjarti er asdiktæki, Furuno FH-203, en slíkt tæki var ekki í tveimur fyrstu togurunum frá Japan. Skipstjóri á Bjarti NK 121 er Magni Kristjánsson, 1. vélstjóri er Sigurður Jónsson.

Ægir. 7 tbl. 15 apríl 1973.

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1233
Gestir í gær: 237
Samtals flettingar: 736086
Samtals gestir: 54658
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 09:40:53