30.06.2023 07:50
Japanstogararnir. / 1279. Brettingur NS 50 TFTE.
Skuttogarinn Brettingur NS 50 var smíðaður hjá Niigata Engineering Co Ltd í Niigata á Honshu eyju í Japan árið 1973 fyrir Tanga h.f. á Vopnafirði. 461 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,03 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 1162. Kom fyrst til heimahafnar á Vopnafirði hinn 28 mars árið 1973. Fyrsti skipstjóri var Tryggvi Gunnarsson og 1 vélstjóri Unnsteinn Emilsson.
![]() |
Brettingur NS 50 á toginu. (C) Vigfús Markússon. |
Brettingur NS 50
28. marz kom Brettingur NS 50 til heimahafnar sinnar, Vopnafjarðar. Skipið er eign Tanga h/f Vopnafirði. Brettlagur NS er fjórði skuttogarinn, sem smíðaður er fyrir Ísendinga í Japan og jafnframt annar togarinn, sem smíðaður er hjá Niigata skipasmíðastöðinni. Þeir 10 skuttogarar, sem samið var um á s.l. ári eru allir smíðaðir eftir sömu teikningu. Vélabúnaður og vindubúnaður er sá sami í öllum þessum skuttogurum, en frávik eru aðallega í búnaði og fyrirkomulagi í sambandi við meðhöndlun og geymslu á fiski. í 4. tbl. Ægis 1973 birtist lýsing á fyrsta Japanstogaranum, Vestmannaey VE, og á sú lýsing við þetta skip þó með eftirfarandi undantekningum: Fiskmóttökulúgan framan við skutrennu opnast upp og jafnframt er vökvabúnaður á skutrennuhliði. Á vinnuþilfari eru blóðgunarker eins og í Páli Pálssyni ÍS (Ægir 6. tbl. 1973). Engir lifrargeymar eru í Brettingi, en við það stækkar lestarrými um ca. 13 m3. Að öðru leyti er búnaður í meginatriðum sá sami, nema hvað engin netsjá er í skipinu. Skipstjóri á Brettingi NS er Tryggvi Gunnarsson. 1. vélstjóri er Unnsteinn Emilsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Sigurjón Þorbergsson. Ægir óskar eigendum og skipshöfn til hamingju með hið glæsilega skip.
Ægir. 15 maí 1973.