30.06.2023 07:50

Japanstogararnir. / 1279. Brettingur NS 50 TFTE.

Skuttogarinn Brettingur NS 50 var smíðaður hjá Niigata Engineering Co Ltd í Niigata á Honshu eyju í Japan árið 1973 fyrir Tanga h.f. á Vopnafirði. 461 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,03 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 1162. Kom fyrst til heimahafnar á Vopnafirði hinn 28 mars árið 1973. Fyrsti skipstjóri var Tryggvi Gunnarsson og 1 vélstjóri Unnsteinn Emilsson.
 

Brettingur NS 50 á toginu.                                             (C) Vigfús Markússon.




                                            Brettingur NS 50

28. marz kom Brettingur NS 50 til heimahafnar sinnar, Vopnafjarðar. Skipið er eign Tanga h/f Vopnafirði. Brettlagur NS er fjórði skuttogarinn, sem smíðaður er fyrir Ísendinga í Japan og jafnframt annar togarinn, sem smíðaður er hjá Niigata skipasmíðastöðinni. Þeir 10 skuttogarar, sem samið var um á s.l. ári eru allir smíðaðir eftir sömu teikningu. Vélabúnaður og vindubúnaður er sá sami í öllum þessum skuttogurum, en frávik eru aðallega í búnaði og fyrirkomulagi í sambandi við meðhöndlun og geymslu á fiski. í 4. tbl. Ægis 1973 birtist lýsing á fyrsta Japanstogaranum, Vestmannaey VE, og á sú lýsing við þetta skip þó með eftirfarandi undantekningum: Fiskmóttökulúgan framan við skutrennu opnast upp og jafnframt er vökvabúnaður á skutrennuhliði. Á vinnuþilfari eru blóðgunarker eins og í Páli Pálssyni ÍS (Ægir 6. tbl. 1973). Engir lifrargeymar eru í Brettingi, en við það stækkar lestarrými um ca. 13 m3. Að öðru leyti er búnaður í meginatriðum sá sami, nema hvað engin netsjá er í skipinu. Skipstjóri á Brettingi NS er Tryggvi Gunnarsson. 1. vélstjóri er Unnsteinn Emilsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Sigurjón Þorbergsson. Ægir óskar eigendum og skipshöfn til hamingju með hið glæsilega skip.

Ægir. 15 maí 1973.

Flettingar í dag: 230
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1233
Gestir í gær: 237
Samtals flettingar: 735996
Samtals gestir: 54648
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 05:29:28