23.07.2023 20:10

B.v. Geir RE 241. TFED.

Nýsköpunartogarinn Geir RE 241 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley í Englandi árið 1947 fyrir Hrönn h/f í Reykjavík. 655 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. 54,00 x 9,20 x 4,55 m. Smíðanúmer 783. Skipaskrárnúmer 61. Kom fyrst til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur hinn 3 nóvember 1947. Jóhann Stefánsson var lengst af skipstjóri á Geir. Skipið var selt 24 febrúar 1961, Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni h/f í Reykjavík, sama nafn og númer. Skipið var selt til niðurrifs til Belgíu og tekið af skrá 2 júlí árið 1969.
 

Nýsköpunartogarinn Geir RE 241.                              Ljósmyndari óþekktur.




            Nýsköpunartogarinn Geir kominn

Í gærmorgun kom nýsköpunartogarinn Geir hingað til bæjarins. Geir er eign útgerðarfélagsins Hrannar h.f. Togarinn var fánum skreyttur, þegar hann lagðist við Ingólfsgarð. Hann mun hefja veiðar, þegar búið er að setja lýsisbræðslutæki í hann.

Vísir. 4 nóvember 1947.
 

B.v. Geir RE 241.                                                           Ljósmyndari óþekktur.
 
B.v. Geir RE 241 nýsmíðaður út í Hull.                      Ljósmyndari óþekktur.

 

                                     Seldir í brotajárn
 

Varðskip mun í dag sigla með þrjá togara í togi áleiðis til Belgíu, en þangað hafa þeir verið seldir til niðurrifs. Togararnir eru Askur, Geir og Hvalfell, allir í eigu Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, en þeir hafa legið í Reykjavíkurhöfn umdanfarin þrjú ár. Tveir menn verða um borð í hverjum togara til að stýra þeim. Þessir þrír togarar voru allir smíðaðir árið 1947.

Morgunblaðið. 3 júlí 1969.

Flettingar í dag: 335
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 1233
Gestir í gær: 237
Samtals flettingar: 736101
Samtals gestir: 54673
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:03:23