08.10.2023 13:16

V.b. Norðurljósið EA 180.

Vélbáturinn Norðurljósið EA 180 var smíðaður í Noregi árið 1906. 19,45 brl. Vél, gerð og stærð óþekkt, en árið 1920 var sett í bátinn, 30 ha. Bolinder vél. Ásgeir Pétursson útgerðarmaður og síldarsaltandi, Stefán Jónasson skipstjóri og Steinn Guðmundsson skipstjóri, allir á Akureyri, skiptu við Norðmenn á þilskipi sem þeir áttu saman og hét Helena og Norðurljósinu árið 1909. Þeir gerðu Norðurljósið út á þorsk og síldveiðar og var Stefán jafnan skipstjóri. Frá árið 1913 er skráningarnúmerið EA 280. Frá árinu 1915-16 er báturinn í eigu Guðjóns Jónssonar og Magnúsar Örnólfssonar á Ísafirði, hét þá Norðurljósið ÍS 394. Frá árinu 1920 var Hálfdán Hálfdánarson í Hnífsdal eigandi bátsins, sama nafn og númer. Norðurljósið var talið ónýtt og rifið árið 1936.

Þilskipið Helena sem nefnd er hér að ofan, var 25 brl, smíðuð í Noregi árið 1890. Jón Norðmann kaupmaður í Reykjavík keypti hana árið 1896. Hann flutti svo með skip sín, kútter Jón, 69 brl, skonnortuna Geysi, 30 brl, og áðurnefnda Helenu, sem þá var orðin léleg, til Akureyrar 1898. Norðmennirnir er tóku við Helenu ætluðu að sigla á henni til Noregs en komust ekki lengra en að Melrakkasléttu, en þar sökk hún undan þeim. Mannbjörg varð.
 

Norðurljósið EA 180, síðar 280 og síðast ÍS 394.                 Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1169
Gestir í dag: 220
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 739821
Samtals gestir: 55810
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 10:56:16