Færslur: 2016 Júní
13.06.2016 21:06
Stórstraumsfjara í Flatey á Breiðafirði.
11.06.2016 09:12
Huginn. LCFR.
10.06.2016 09:02
Póstgufuskipið Phoenix. NHGD.
15. janúar 1881 lagði póstskipið Phønix frá Kaupmannahöfn,
ferðinni var heitið til Íslands, með viðkomu í Skotlandi og Færeyjum. Á þessum
árum voru gufuskipaferðir til Íslands ekki algengari en það að hingað gekk
aðeins eitt skip - Póstskipið - og kom það til Reykjavíkur síðustu ferð ársins
í nóvember. Síðan kom ekkert skip fyrr en seint í janúar, miðvetrarskipið, og
eftir það var aðeins farin ein ferð í mánuði. Þessi janúar mánuður 1881 hefur
verið kallaður Þorrabylurinn en hann var einn mesti frosta og harðindavetur sem
gengið hefur yfir Ísland. Faxaflói að innanverðu hafi allur verið ísilagður,
ein hella.
Er Phønix sigldi fyrir Reykjanes hreppti það aftaka norðanveður
með hörkufrosti og blindhríð. Skipið var allt yfirísað og erfiðlega gekk að
stýra skipinu, auk þess vissu menn ekki nákvæmlega hvar þeir voru staddir.
Eftir tveggja sólarhringa baráttu við veðuröflin og þrotlausa vinnu við að
brjóta ísinn af skipinu voru menn að niðurlotum komnir. Er skipið var statt
útaf Löngufjörum, Snæfellsnesi, tók það niður á blindskeri þannig að leki kom.
Áhöfnin, alls 24 manns, höfðu engan tíma til að bjarga farmi skipsins, aðeins
það að sjósetja björgunarbáta. Það var til happs að skipið hafði strandað stutt
frá landi, þannig að allir komust í land. Aftakabylur var og mikill kuldi -10°
til -20° frost. Þegar menn náðu til byggða eftir marga klukkutíma barning í
veðrahaminum voru margir þeirra illa á sig komnir. Þannig fór að einn úr
áhöfninni lést nokkrum dögum síðar, sökum kalsára. Þá varð læknir að fjarlægja
útlimi nokkurra skipsbrotsmanna. Sá látni hét Alexius Bech, þrítugur að aldri,
en hann var kokkur um borð í skipinu. Alexius var jarðsettur í
Miklholtskirkjugarði, 16. febrúar 1881.
Næstu daga var reynt að bjarga einhverju af farmi skipsins en
það reyndist miklum erfiðleikum bundið. Margir misstu mikið við strand þetta
enda mikið af nauðsynjavörum var um borð. Nokkrar ferðir voru farnar um borð í
skipið þar sem það hékk á skerinu en lestin var full af sjó og því ógerlegt að
bjarga póstpokum skipsins þar sem hann var allur geymdur í skuti skipsins.
Töluverður reki varð úr flakinu og náði rekasvæðið alla leið frá strandstað að
Búðum á Snæfellsnesi. Sagt var að rekasvæðið hafi verið allt að 10 mílur.
Uppboð á rekamunum voru haldin af sýslumanni og gat fólk boðið í þá hluti sem
ekki voru merktir einhverjum ákveðnum eiganda.
Þess ber að geta að árið áður en skipið fórst eða 4. maí 1880
voru jarðneskar leifar Jóns Sigurðssonar og konu hans, frú Ingibjargar flutt
með Phønix frá Danmörku til Íslands. Til heiðra minningu þeirra voru listamenn
og myndhöggvarar fengnir til að koma með hugmyndir, gera teikningar og
kostnaðaráætlanir að gerð minnismerkis, sem setja átti upp á Íslandi við leiði
þeirra hjóna. Þessar tillögur og teikningar voru sendar með Phönix í þessari
örlagaríku ferð. Einnig eru heimildir fyrir því að marmaraplata sem setja átti
á leiði skáldsins Kristjáns Jónssonar, Fjallaskálds, hafi verið með í skipinu.
Er þetta aðeins hluti af þeim munum og skjölum sem fóru niður með skipinu.
Fyrsta ferð Phønix til Íslands var 7. júni 1864 og var það á
áætlunum til landsins allt til þess tíma er það fórst. Phønix var fyrsta
gufuskipið sem sinnti svokölluðum miðsvetrarferðum til Íslands. Á þessum tíma
skipti það Íslendinga miklu máli að fá ýmsar vörur og halda uppi samgöngum á
milli Íslands og Evrópu yfir vetrartímann.
Heimildir: Póstsaga Íslands. 1873 - 1935.
Wikipedia. Frjálsa alfræðiritið.
.
09.06.2016 10:29
E.s. Snæfell. TFCM.
Norska flutningaskipið
"Kongshaug" lá á höfninni og var nýbúið að lesta 6000 tunnur af matjesíld
frá "Sambandi íslenzkra matjesíldarframleiðenda" og átti að fara til
Gdynia í Póllandi. Það sleit upp í nótt og rak upp á land á Skútufjörum, sem
eru austan fjarðar, beint á móti hafnarbryggjunni. [Samkvæmt skeyti til Sjóvá-
tryggimgarfélags íslands, er talið að skipið muni ekki nást út.] Menn voru
allir um borð í skipinu, en talið er, að þeir séu ekki í neinni hættu, og ekki
talið líklegt, sem stendur, að farmurinn muni eyðileggjast, ef veður lægði bráðlega.
Farmurinn var vátryggður hjá Sjóvátryggingarfélaginu fyrir 200 þúsumd krónur.
Alþýðublaðið 28 október 1934.
08.06.2016 08:51
Vaðsteinabjarg í Hergilsey á Breiðafirði.
Einu sinni um vor sáu konur í Hergilsey að skip nokkur
komu utan úr Oddbjarnarskeri; hugðu þær að það væru róðrarskip heimamanna og
tóku til matreiðslu er þær ætluðu að beina komumönnum með. Þær horfðu á skipin
róa inn frá Skialdmeyjareyjum og hverfa undir Vaðsteinabjargið. En er þeim
leiddist að skipin komu ekki í lendingar gengu þær upp á ey og Iituðust um í
allar áttir en sáu ekkert. Sögur um þess háttar skipasjónir er horfið hafa allt
í einu og enginn vitað um framar eru margar. Eru skip þessi, álfum eignuð.
Úr sögu lands og lýðs. Mánudagsblaðið. 12 maí 1975.
07.06.2016 10:26
Kútter Björgvin RE 18. LBSC.
Sjómannadagsblaðið 40. Árg. 1977.
03.06.2016 04:34
1495. Birtingur NK 119. TFEJ.
02.06.2016 05:41
Eljan SU 433. LBRM.
Eljan SU 433 var smíðuð í Álasundi í Noregi árið 1908. Járn. 82 brl. 120 ha. 2 þjöppu gufuvél. Eigandi var h/f Eljan á Norðfirði frá 18 maí 1925. Skipið var selt h/f Júní í Hafnarfirði árið 1927, sama nafn og númer. Eljan strandaði í Hafnarfirði árið 1931 og eyðilagðist.
01.06.2016 10:11
Muninn. LCFT.
- 1
- 2