Færslur: 2015 Október

15.10.2015 11:23

Leifur heppni RE 146.LCHW.

Leifur heppni RE 146 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Firmað Geir & Th.Thorsteinsson í Reykjavík.Kom nýsmíðaður til Reykjavíkur þann 8 apríl sama ár.324 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn fórst út af Vestfjörðum í Halaveðrinu mikla,7 eða 8 febrúar 1925 með allri áhöfn,32 mönnum.
                                                                                                      Ljósm: Ólafur Jóhannesson.


Forsíða Ísafoldar,10 mars 1925 og raunar allt blaðið var lagt undir umfjöllun um Halaveðrið,daginn sem minningarathöfn um þá sem fórust í því,fór fram í Reykjavík og Hafnarfirði.











Halaveðrið er einhvert mesta óveður sem gengið hefur yfir landið í manna minnum.Auk Leifs heppna,fórst Hellyers togarinn Fieldmarshal Robertson frá Hull og mótorbáturinn Sólveig frá Reykjavík með samtals 73 sjómönnum.Ansi mikil blóðtaka það fyrir litla þjóð.

14.10.2015 14:06

Skúli fógeti RE 144.LCHM.

Skúli fógeti RE 144 var smíði númer 368 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir h/f Alliance í Reykjavík.348 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn strandaði rétt vestan Staðarhverfis við Grindavík,10 apríl 1933.13 menn fórust en Björgunarsveit S.V.F.Í í Grindavík bjargaði 24 mönnum á land.Skipið brotnaði fljótt niður og eyðilagðist á strandstað.Skúli fógeti var 10 eða 11 togarinn sem farist hefur síðan Leifur heppni RE 146 fórst í Halaveðrinu mikla í febrúar árið 1925.
                                                          Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson ? (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.

Í maí hefti Ægis,26 árg,5 hefti,árið 1933 er fjallað um þetta átakanlega sjóslys.Þar eru allir skipverjarnir nafngreindir og ágætt að hafa það með.


Þessi grein er fengin af Tímarit.is

13.10.2015 21:59

Eiríkur rauði RE 23.LBND.

Eiríkur rauði RE 23 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1925 fyrir Firmað Geir Th.Thorsteinsson í Reykjavík.Kom togarinn til landsins í nóvember sama ár.412 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn strandaði á Mýratanga við Kúðafljótsós á Meðallandssandi,2 mars 1927.Björgunarsveitum úr Álftaveri og Kirkjubæjarklaustri,bjargaði áhöfninni,20 mönnum á land.Togarinn eyðilagðist á strandstað.
                                                                                                                             Ljósm: Óþekktur.

12.10.2015 23:10

Ólafur RE 7.TFLD.

Ólafur RE 7 var smíði númer 99 hjá Koopman Skipasmíðastöðinni í Dordrecht í Hollandi árið 1926 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Sleipni í Reykjavík.Hét fyrst Glaður RE 7.339 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur stuttu síðar,Ingvari Ólafssyni í Reykjavík,fær nafnið Ólafur RE 7.Seldur í janúar 1929,h/f Alliance í Reykjavík.Togarinn fórst á Halamiðum,2 nóvember 1938 með allri áhöfn,21 manni.
                                                                                                                            Ljósm: Óþekktur.

11.10.2015 21:09

Apríl RE 151.LCHN.

Apríl RE 151.Smíðaður í Englandi árið 1920 fyrir Fiskveiðahlutafélagið Ísland.339 brl.600 ha 3 þjöppu gufuvél.Togarinn fórst á leið frá Englandi til Íslands,1 desember 1930 með allri áhöfn,18 mönnum,þar af 2 farþegar.

                                                                                Ljósm:Óþekktur. (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.

08.10.2015 23:09

Draupnir RE 258.LCHD.

Draupnir RE 258.Smíði númer 171 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1907.287 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Hét Mac Farlane áður en hann kom til Íslands.Seldur h/f Draupni í Vestmannaeyjum í febrúar 1920,hét Draupnir VE 230.Seldur árið 1925 h/f Draupni í Reykjavík,hét þar Draupnir RE 258.Seldur í október 1932,Samvinnufélaginu Bjargi í Reykjavík,( aðrar heimildir segja h/f Njörð í Reykjavík eiganda),hét Geysir RE 258.Togarinn strandaði á Torness Point við norðanverðan Pentlandsfjörð,19 nóvember 1933.Áhöfnin,13 menn og 2 farþegar björguðust heilir á húfi til lands.Togarinn eyðilagðist á strandstað.
                                                                             Ljósm:Óþekktur. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

07.10.2015 23:00

Leiknir BA 151.LCJV.

Leiknir BA 151.Smíði númer 188 hjá A/G Unterweser í Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1921 fyrir h/f Sleipni í Reykjavík.Hét fyrst Glaður RE 248.316 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur árið 1927,Ólafi Jóhannessyni & Co á Patreksfirði,hét Leiknir BA 151 hjá honum.Togarinn strandaði austan við Kúðaós,21 nóvember 1931.Björgunarsveitir úr Álftaveri björguðu áhöfninni,19 mönnum á land.Togarinn eyðilagðist á strandstað.
 
                                                                         Ljósm:Óþekktur. (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.



                                                                       

06.10.2015 21:47

Hannes ráðherra RE 268.TFHC.

Hannes ráðherra RE 268.Smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1926 fyrir h/f Alliance í Reykjavík.445 brl.800 ha.3 þjöppu gufuvél.Hannes ráðherra var fyrsti Íslenski togarinn sem stundaði veiðar á fjarlægum miðum í Norðurhöfum.Var það við Bjarnarey laust fyrir 1930.Togarinn strandaði á Músaskerjum við Kjalarnes,14 febrúar 1939.Áhöfnin,18 menn,bjargaðist í skipsbát og þaðan um borð í björgunarskútuna Sæbjörgu.Togarinn eyðilagðist á strandstað.

                                                                            Ljósm: Óþekktur.  (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.

Grein úr morgunblaðinu frá 14 febrúar árið 1939 þar sem greinir frá strandi togarans á Músaskerjum á Kjalarnesi nóttina áður.



Eins og kemur fram í greininni var togarinn að koma úr siglingu til Englands þegar hann villtist af leið í dimmviðri til Reykjavíkur.

05.10.2015 06:40

Seagull RE 100.LBJM.

Seagull RE 100.Smíðaður hjá J.R.Oswald & Co í Milford Haven í Wales í Bretlandi árið 1894.126 brl.94 ha.3 þjöppu gufuvél.Kom togarinn til landsins í júní árið 1905 (3 mánuðum á eftir Coot).Eigendur hans voru kaupmennirnir Benedikt Stefánsson og Eyjólfur Ófeigsson,Bjarnhéðinn Jónsson járnsmiður og Guðmundur Einarsson steinsmiður.Enginn þessara manna hafði komið að útgerð áður,hvað þá að gera út botnvörpung.Seldur Þorvaldi Björnssyni Reykjavík árið 1906.Seldur í maí 1907 Pétri Jónssyni í Reykjavík.Seldur í september 1907,Bárði Kristjáni Guðmundssyni Reykjavík.Togarinn slitnaði upp og strandaði í Vestmannaeyjum,haustið 1907.Náðist út af strandstað og var dreginn til Reykjavíkur.Var rifinn í fjöru í Hafnarfirði nokkrum árum síðar. 
                                                                                                                      Ljósm: Óþekktur.


Í fyrsta tölublaði Ægis,í júlí 1905,er sagt frá komu Seagulls og henni fagnað.Segir þar m.a.:
"Heyrst hefir að margir hér í Reykjavík og nágrenninu hefðu í hyggju að selja þilskip sín ef kostur er og kaupa aftur botnvörpuskip,og sýnir þetta virðingarverðan áhuga fyrir að fylgja með tímanum í fiskiveiðamálunum."
Útgerð Seagulls gekk alla tíð á afturfótunum.Fljótlega eftir að skipið kom til Reykjavíkur,var því haldið til veiða undir stjórn Árna Eyjólfssonar,en afli var lítill sem enginn.
Sá maður,sem kunnastur er af útgerð Seagulls,er Þorvaldur Björnsson óðalsbóndi,ýmist kendur við Núpakot eða Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Hann var kominn yfir sjötugt er hann lenti í hinu misheppnaða Seagullsævintýri.Honum hafði græðst fé á búskap og var hann í tölu kunnari bænda á Suðurlandi.Þorvaldur fluttist til Reykjavíkur árið 1905 og mun þá fljótlega hafa komist inn í félagsskapinn um Seagull.Fullkominn eigandi Seagulls er hann ekki talinn fyrr en frá 1 desember 1906.Átti hann togarann einn til 28 maí 1907,en þá var hann gjaldþrota á fyrirtækinu.Togarinn var stundum nefndur manna í milli "Fjósarauður"Þorvaldi til háðungar og einnig vegna litarins,en hann var rauðbrúnn.Síðast var hann notaður til flutninga,allt þar til hann slitnaði upp,rak á land og skemmdist við Vestmannaeyjar í desember árið 1907.Hinn 9 júlí 1908 var auglýst nauðungaruppboð á botnvörpuveiðiskipinu Seagull og skyldi það fara fram hinn 13.sama mánaðar "við skipið,þar sem það nú stendur uppi í fjörunni hjer (þ.e.Vestmannaeyjum)"Á Seagull hvíldi skuld við Fiskiveiðasjóð Íslands,sem aldrei mun hafa goldist.Flakið hefur líklega verið dregið til Hafnarfjarðar,því að þar var það rifið mörgum árum seinna.
                                         Heimild: Saga Íslenskrar togaraútgerðar fram til 1917.Heimir Þorleifsson 1974.

04.10.2015 08:52

Þórólfur RE 134.TFOC.

Þórólfur RE 134.Smíði númer 694 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir h/f Kveldúlf í Reykjavík.403 brl.800 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur í brotajárn til Danmerkur og rifinn í Odense árið 1955.
                                                                                                     Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

03.10.2015 18:40

Þorfinnur RE 33.TFKC.

Þorfinnur RE 33.Smíði númer 356 hjá A/G Seebeck í Gestemunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1915 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Ými í Hafnarfirði.Hét fyrst Ýmir GK 448.269 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í ágúst árið 1928,Þórði Flygenring í Hafnarfirði,skipið hét Eldey GK 448.Togarinn var seldur í október 1928 Fiskiveiðahlutafélaginu Kára í Viðey,hét þar Þorgeir skorargeir GK 448.Seldur í okt 1932 Sameignarfélaginu Kópi í Reykjavík,togarinn hét Kópur RE 33.Í febrúar árið 1937 er Útvegsbanki Íslands eigandi togarans allt þar til hann er seldur í janúar 1940 Hlutafélaginu Aski í Reykjavík.Fær þar nafnið Þorfinnur RE 33.Seldur í mars 1942,h/f Val á Ísafirði,sama nafn og númer.Togarinn var seldur til Færeyja í nóvember árið 1945,fékk nafnið Bakur þar.  
                                                                                                      Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.


Myndin hér að neðan er tekin í slippnum í Reykjavík á fjórða áratugnum.Þar má sjá E.s Selfoss ex Willemoes,skip Eimskipafélags Íslands,smíðað í Porsgrunn í Noregi árið 1914.Til hægri er togarinn Kópur RE 33 sem á þessum tíma var í eigu s/f Kóps í Reykjavík.
                                                                                                                       Ljósm: Óþekktur.

02.10.2015 20:28

Vörður BA 142.TFBC.

Vörður BA 142.Smíði númer 187 hjá Unterweser í Wesermunde (Lehe) í Þýskalandi árið 1921 fyrir Sigfús Blöndahl í Reykjavík,hét fyrst Gulltoppur RE 247.316 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur árið 1924 h/f Sleipni í Reykjavík,sama nafn og númer.Seldur í mars árið 1928,h/f Andra á Eskifirði,hét Andri SU 493.Seldur Bergi h/f í Hafnarfirði í nóvember árið 1932,hét hjá þeim Andri GK 95.Togarinn var seldur Ólafi Jóhannessyni & Co á Patreksfirði í maí 1937,hét hjá honum Vörður BA 142.Í ágúst árið 1942 er skráður eigandi h/f Vörður á Patreksfirði.Seldur til Færeyja í marsmánuði árið 1947,fær nafnið Hoddaberg.Talinn ónýtur og rifinn í Drelnes í Trangilsvogi,Færeyjum árið 1955.                                                                                                                                            Ljósm: Óþekktur.

 
Það má geta þess að togarinn strandaði við Kettlenes á norðausturströnd Englands,25 janúar árið 1936.Hann hét þá Andri GK 95.Togarinn var þá á leið til Grimsby að selja afla sinn.Hann náðist ekki út fyrr en 8 febrúar og var farið með hann til Whitby í North Yorkshire á Englandi þar sem viðgerð fór fram.Örsök strandsins var talin áttavitaskekkja en það munaði heilum 22° að hann sýndi rétta stefnu.Myndin hér að neðan sýnir togarann á strandstað við Kettlenes.
                                                                                           (C) Mynd:Lancashire County Council.

01.10.2015 22:18

Venus GK 519.TFVC.

Venus GK 519.Smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1929 fyrir Útgerðarfélagið Belgaum í Hafnarfirði.415 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í febrúar 1937 Hlutafélaginu Venusi í Hafnarfirði,sama nafn og númer.Togarinn slitnaði úr bóli í Hafnarfjarðarhöfn í ofsaveðri,30 nóvember árið 1956 og rak upp í vestari hafnargarðinn og sökk þar.Talinn ónýtur og seldur í brotajárn.Það má geta þess að Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað (stofnuð 11 des 1957) kaupir gufuketilinn úr Venusi fyrir síldarverksmiðju sína sem þá var í byggingu.Sú síldarbræðsla gjöreyðilagðist í snjóflóðum,20 desember 1974 sem kostuðu 12 manns lífið.Ketillinn stendur enn á grunni sínum og það eina sem minnir á bræðsluna og í leiðinni togarann Venus GK 519.
 
                                                                                             Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson. 

Myndin hér að neðan sýnir gufuketilinn á grunni gömlu síldarbræðslunnar í Neskaupstað.
                                                                   Ljósm: Elín A Hermannsdóttir fyrir síðuhöfund 2013.
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074734
Samtals gestir: 77525
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:08:49