Færslur: 2015 Nóvember

15.11.2015 16:42

Kári RE 195.TFQD.

Kári RE 195 var smíði númer 556 hjá Deutsche Schiffs und Maschinenbau A.G.Weser í Bremen en skipið klárað hjá A.G.Seebeck í Wesermunde (Bremarhaven) í nóvember árið 1936 fyrir MacLane Ltd í London (Leverhulme Ltd),fær nafnið Northern Gift LO 166.620 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í október 1937,Northern Trawlers Ltd í London.Frá 1 september 1939 til 30 október 1945 var togarinn í þjónustu breska sjóhersins.Árið 1946 er hann gerður út af H.Markham Cook í Grimsby en togarinn var ekki skráður þar.Seldur h/f Alliance í Reykjavík árið 1947,fær nafnið Kári RE 195.Seldur 1950,Ludwig Janssen & Co í Wesermunde í Þýskalandi,hét Grönland.Seldur W.Ritscher í Hamborg í brotajárn,7 mars árið 1957.
Kári RE 195 undir fyrra nafni,Northern Gift LO 166.                                  Ljósmyndari: John Clarkson.

14.11.2015 13:17

Hvassafell EA 607.TFVD.

Hvassafell EA 607 var smíði númer 193 hjá Dundee Shipbuilding Co Ltd í Dundee í Skotlandi árið 1907 fyrir Pembrokeshire Steam Trawling Co,Docks í Milford Haven á Englandi,hét Urania M 217.226 br.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 7 apríl 1914,William Milne Ltd í Glasgow,hét Urania AR 1.Í þjónustu breska sjóhersins 1914-1919.Seldur Trident Steam Fishing Co Ltd í Hull,hét Urania H 82.Seldur 1927,Stranne R.C.í Gautaborg í Svíþjóð,hét Urania GG 30.Seldur 16 september 1937,Útgerðarfélagi K.E.A á Akureyri,hét Hvassafell EA 607.Skipið strandaði við Gvendarsker í Fáskrúðsfirði,18 júní 1941 og eyðilagðist.Mannbjörg varð.
                                                                                                                     Ljósmyndari óþekktur.

Hvassafell var skráð sem Vélskip hér á landi en smíðað sem togari í Dundee árið 1907 eins og fyrr segir og þess vegna má telja það sem einn af togurum landsmanna.

13.11.2015 06:06

Maí RE 155.LBMW.

Maí RE 155 var smíði númer 573 hjá Smith´s Dock Co Ltd,South Bank í Middlesbrough á Englandi árið 1914 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Ísland í Reykjavík,Björn Ólafsson í Mýrarhúsum og Jes Zimsen í Reykjavík.Hleypt af stokkunum,17 janúar sama ár og afhentur eigendum sínum í febrúar.259 brl.Triple Expansion gufuvél,stærð ókunn.Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917,hét þar Sajou.Var einnig í eigu,Chalutiers de La Rochelle,í La Rochelle í Frakklandi,hét La Picorre LR 2424.Var enn í drift árið 1945.Engar upplýsingar til um afdrif hans eftir það ár.

                                                                                                                     Ljósmyndari óþekktur.
 
Myndin hér að neðan er af togaranum þegar hann var gerður út frá La Rochelle í Frakklandi sem La Picorre LR 2424.
 
 
                                                                                           Ljósm: J.Morillon.

12.11.2015 10:30

Earl Hereford RE 157.LCDT.

Earl Hereford RE 157 var smíði númer 110 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1906 fyrir Earl Steam Fishing Co Ltd í Grimsby,hét Earl Hereford GY 147.273 brl.450 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 1912,Christian M Evensen,Þórshöfn í Færeyjum,trúlega sama nafn.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Eggert Ólafssyni í Reykjavík,hét Earl Hereford RE 157.Seldur til Frakklands árið 1917.Var í þjónustu Franska sjóhersins til ársins 1919,hét Guenon.Seldur F.Evan,L'Orient árið 1919,hét Pen-er vro.Seldur 1933,L.Ballias,hét Rauzan.Seldur til Þýskalands árið 1942,var í þjónustu Þýska sjóhersins til 1944,hét (No.V 421).Seldur í brotajárn og rifinn árið 1951.
Heimild:Haukur Sigtryggur Valdimarsson og þakka ég honum fyrir veittar upplýsingar.
 
                                                                                      Mynd á gömlu póstkorti,Magnús Ólafsson ?.

11.11.2015 13:01

Gylfi BA 77.TFUC.

Gylfi BA 77 var smíði númer 554 hjá Deutsche Schiffs und Maschinenbau A.G.Seebeck Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936 fyrir MacLane Ltd í London (Leverhulme Ltd),fær nafnið Northern Chief LO 165.620 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 9 október 1937,Northern Trawlers Ltd í London (H.Markham Cook í Grimsby).Tekinn í þjónustu breska sjóhersins,28 ágúst 1939 og er þar þangað til honum er skilað til baka í febrúar 1946.Ídesember árið 1946 er hann skráður í Grimsby sem Northern Chief GY 445.Seldur í febrúar 1947,h/f Gylfa á Patreksfirði,fær nafnið Gylfi BA 77.Seldur 1950,Ludwig Janssen & Co í Wesermunde í Þýskalandi,hét þar Island BX 536.Seldur árið 1957,W.Ritscher í Hamborg í brotajárn og rifinn þar,15 júlí 1957.Gylfi var einn af þremur "Sáputogurum"sem keyptir voru til landsins eftir seinni heimstyrjöldina.
                                                                                                               Ljósmyndari óþekktur.

10.11.2015 14:22

Skallagrímur RE 145.LBMH.

Skallagrímur RE 145 var smíði númer 158 hjá Dundee Shipbuilding & Co Ltd í Dundee árið 1905 fyrir Alec Black í Grimsby,hét Gloria GY 78.258 brl.500 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur V.M.Gloria í Ijmuiden í Hollandi,hét Gloria IJM 60.Seldur 1909,Pécheries Glorie í Boulogne í Frakklandi,hét Glorie B 1120.Seldur í júní sama ár,South Western Steam Fishing Co Ltd í Fleetwood,hét Glorie FD 102.Seldur í janúar árið 1912,h/f Kveldúlfi í Reykjavík,hét Skallagrímur RE 145.Seldur árið 1920,George Hall í Grimsby,hét Pelham GY 1088.Togarinn gekk kaupum og sölum næstu árin,m.a.í eigu nokkurra banka á Englandi.Síðustu eigendur hans voru,Earl Steam Fishing Co Ltd í Grimsby og Fishing Vessel Brokers Ltd í Hull.Seldur til Hollands og rifinn þar,25 janúar árið 1939.
                                                                                  Ljósmyndari óþekktur,mynd á gömlu póstkorti.

Skallagrímur RE 145 var fyrsti togarinn sem Útgerðarfélagið Kveldúlfur í Reykjavík keypti.h/f Kveldúlfur var stofnað,23 mars árið 1912 og átti eftir að verða stærsta útgerðarfélag landsins fram yfir árið 1940.

09.11.2015 10:42

Baldur RE 146.LBMN.

Baldur RE 146 var smíði númer 515 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir Trawlfélagið Bræðurnir Thorsteinsson í Reykjavík.291 brl.520 ha.Triple Expansion vél.17 desember 1913 var Fiskiveiðafélagið Bragi í Reykjavík eigandi skipsins.Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917.
                                                                                                 Ljósmyndari Magnús Ólafsson ?

Ljósmyndin hér að neðan er tekin um borð í Baldri árið 1912 þar sem skipverjar eru við vinnu sína á dekki að fletja fisk í salt.


                                                                             Ljósm: Þjóðminjasafn Íslands.

08.11.2015 09:31

Snorri goði RE 141.LBMG.

Snorri goði RE 141 var smíði númer 354 hjá Smiths Dock Company Ltd í North Shields á Englandi árið 1907 fyrir Great Grimsby Albion Steam Fishing Co Ltd í Grimsby,hét Canadian GY 270.244 brl.425 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur Thor Jensen (h/f Kveldúlfur) í Reykjavík árið 1911.Árið 1914 var skráður eigandi h/f Draupnir í Reykjavík.Togarinn var seldur H Smethurst í Grimsby árið 1920.Seldur árið 1927,Pescaderias Confiesas SA,San Sebastian á Spáni,hét Mercedes.Seldur 1931,J.Arcelus,San Sebastian á Spáni.Seldur 1933,Fernando Rey Romero í San Sebastian á Spáni.Engar frekari upplýsingar finnast um togarann né um afdrif hans.

                                                                                                         Ljósm: Magnús Ólafsson. 

07.11.2015 10:54

Coot GK 310.LCBN.

Coot GK 310 var smíðaður hjá William J Hamilton & Co í Glasgow í Skotlandi árið 1892 fyrir Silver City Steam Trawling Company Ltd í Aberdeen í Skotlandi,hét Coot.151 br.45 ha.2 þjöppu gufuvél.Seldur Fiskveiðihlutafélagi Faxaflóa í febrúar 1905,hélt sama nafni og kom til landsins,6 mars sama ár.15 desember 1908 var togarinn að draga kútter Kópanes og fékk dráttartógið í skrúfuna og rak stjórnlaust á land við Keilisnes og eyðilagðist þar.Kútterinn hlaut þarna sömu örlög,rak á land og eyðilagðist.Togarinn Coot var fyrsti togarinn sem var að fullu í eigu Íslendinga.
                                                          Vatnslitamynd eftir Bjarna Sæmundsson Fiskifræðing frá 1907.

Hér fyrir neðan er Skipshafnarskrá togarans,sú fyrsta frá árinu 1905.Indriði Gottsveinsson var skipstjóri á Coot.Hann hafði ekki áður fengist við veiðar með botnvörpu,og var því Akurnesingurinn Halldór Sigurðsson ráðinn sem fiskiskipstjóri.Hann hafði starfar á breskum togurum og var búsettur í Aberdeen.Var þessi háttur eingöngu hafður fyrstu mánuðina og tók þá Indriði að fullu við skipstjórninni.




Gufukatlinum og stýrinu var bjargað úr fjörunni við Keilisnes árið 1986 og er hann varðveittur við gamla Hansenshúsið við Strandgötuna í Hafnarfirði.Ketillinn er um 50 tonn að þyngd og ótrúlega sterkt stálið í þessu,hafandi legið í sjó í ein 80 ár.


                                                                                                        (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

06.11.2015 12:17

Jarlinn ÍS 189.LBQJ.

Jarlinn ÍS 189 (ÍS 356,heimild Þjóðminjasafn Íslands) var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1906,hét Earl Monmouth.277 brl.465 ha.3 þjöppu gufuvél.Keyptur til landsins í ágúst 1913 af Fiskveiðahlutafélaginu Græði á Ísafirði.Seldur í október 1916,Fiskveiðahlutafélaginu Hákoni Jarli í Reykjavík,hét Jarlinn RE 189.Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917.

                                                                                   Mynd á gömlu póstkorti.Ljósmyndari óþekktur.
 
Eins og sést á myndinni hér að ofan er togarinn skráður ÍS 356 og heimildir Þjóðminjasafnsins herma að sú skráning sé rétt,ekki eins og kemur fram í 2 bindi,bls 73 í Íslensk skip eftir Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð.En skráningin,RE 189 frá 1916 er rétt því hún kemur fram í sjómannaalmanaki frá 1917 sem ég á í fórum mínum.
 
P.S
Síðan mín rann út 4 nóv síðast liðinn,en ég var búinn að endurnýja aðganginn að henni áður,þannig að ég gat lítið við þessu gert.Ég bið þá sem lesa þetta pár mitt á síðunni að afsaka óþægindin,bestu kveðjur til ykkar.

04.11.2015 14:26

Marz RE 114.LBJW.

Marz RE 114 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1900 fyrir Pickering & Haldane´s Steam Trawling Co Ltd í Hull,hét Seagull H 494.225 brl.430 ha Triple Expansion vél.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Íslandi í Reykjavík í febrúar 1907.Hét Marz RE 114 og kom til landsins,3 mars 1907.Togarinn strandaði við Gerðahólma hjá Garði á Reykjanesi,26 október 1916.Áhöfnin bjargaðist á land en togarinn eyðilagðist á strandstað.
                                                                                   Mynd á gömlu póstkorti.Ljósmyndari óþekktur.

03.11.2015 07:40

Þorsteinn Ingólfsson RE 170.LCFJ.

Þorsteinn Ingólfsson RE 170 var smíðaður hjá M.van der Kuijl de Slikkerveer fyrir Van de Stoomvisserij Maatschappij Mercurius í IJmuiden í Hollandi árið 1904.Hét Silvain IJM 102.265 brl.375 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur árið 1916,Fiskiveiðafélaginu Hauki í Reykjavík (P.J.Thorsteinsson).Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917.

                                                                                    Mynd á gömlu póstkorti,ljósmyndari óþekktur.
 
Myndin hér að neðan er af togaranum þegar hann hét Silvain IJM 102 og var gerður út frá IJmuiden í Hollandi.Þessi ljósmynd er tekin einhvern tímann á árunum 1904 til 1916.
 
                                                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

02.11.2015 22:31

Dýpkunarskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun.

1402.Perla er smíðuð í Husum í V-Þýskalandi árið 1964.331 brl.300 ha.Alpha díesel vél.Ég tók þessa mynd af henni í slippnum í Reykjavík fyrir stuttu.











                                                                                                      (C) myndir Þórhallur S Gjöveraa.

Þetta lítur ekki vel út.Það er eins og það hafi gleymst að loka botnlokunum áður en skipinu var slakað niður.Það var ekki möguleiki að komast að til að taka myndir,lögreglan var búin að loka Ægisgarði.Það gefst vonandi betra tækifæri síðar.

02.11.2015 09:47

Íslendingur RE 120.TFQL.

Íslendingur RE 120 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1893.Kom til landsins í mars árið 1908.Hét áður Osprey.146 brl.200 ha.2 þjöppu gufuvél.Eigandi var Fiskiveiðahlutafélagið Fram í Reykjavík og Elías Stefánsson frá árinu 1908.Árið 1916 er Elías Stefánsson einn eigandi skipsins.Togarinn sökk á Eiðisvík,9 desember 1926.Bjargað af hafsbotni eftir 15 ár og togarinn endurbyggður,m.a.sett ný 500 ha.Fairbanks Morse díesel vél í hann.Seldur í nóvember 1942,Díeseltogurum h/f í Reykjavík,hét Íslendingur RE 73.Seldur í maí 1949,Bjarna Sigurðssyni og fl í Reykjavík.Togarinn var rifinn niður í brotajárn árið 1957.
                                                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

Íslendingur átti sér annars mjög undarlegan feril hér á landi.Togarinn sökk af ókunnum ástæðum,þar sem hann lá í vetrarlægi á Eiðisvík,9 desember 1926 og lá þar þangað til árið 1942.Þá var hörgull á skipum,og datt mönnum því í hug að reyna að ná Íslendingi upp.Tókst það,og voru gerðar á togaranum miklar endurbætur,m.a.sett í hann díesel vél.Árið 1957 var Íslendingur loks rifinn,þá orðinn meira en 60 ára gamall.

01.11.2015 09:46

Njörður RE 36.LCDK.

Njörður RE 36 var smíði númer 536 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir J.Marr & Sons Ltd í Fleetwood,hét Velia FD 229.278 brl.500 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í janúar 1914,Togarafélaginu Nirði í Reykjavík,hét Njörður RE 36.Togaranum var sökkt 18 október 1918 af Þýska kafbátnum U-122,um 25 sjómílur suðvestur af St.Kilda við Skotlandsstrendur.Áhöfnin,12 menn bjargaðist í björgunarbát og þaðan um borð í breska togarann Lord Lister H 484 frá Hull eftir tæplega 3 sólarhringa hrakninga.Fór togarinn með skipbrotsmennina til Londonderry á N-Írlandi.                                                                                                                 
                                                                                                                Ljósm: Magnús Ólafsson.
Flettingar í dag: 465
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 722651
Samtals gestir: 53638
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 22:42:12