Færslur: 2016 Mars
16.03.2016 20:08
Reykjafoss V. PCCM.
15.03.2016 21:30
96. Herjólfur. TFAB.
Hinn 23. september 1977 birtist svohljóðandi frétt í blöðum:
Skip
Skipaútgerðar ríkisins, Herjólfur hefur nú verið selt til Honduras, og verður
skipið afhent hinum nýju eigendum í Reykjavík í dag, en þeir munu sjálfír sigla
því út.
Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði í símtali við
blaðið í gær, að söluverð skipsins væri 210 þús. dollarar, eða yfir 43 millj.
króna. Kvað Guðmundur þetta nettóverð. Þegar skip væru seld, afhentu seljendur
það yfirleitt í hinu nýja heimalandi, og af því hlytist töluverður kostnaður.
Að sögn Guðmundar hefur Herjólfur verið til sölu í rúmt ár, og ætlaði
Skipaútgerðin sér að fá hærra verð fyrir skipið upphaflega en fékkst að lokum.
Herjólfur er 495 rúmlestir að stærð, smíðaður í Hollandi árið 1959.
Herjólfur
gamli lagði frá bryggju í Vestmannaeyjum í síðasta sinn þriðjudagskvöldið 6.
júlí 1977, og var þá fjölmennt á bryggju til að kveðja hann og þakka honum og
áhöfnum hans fyrir dygga og heillaríka þjónustu í 17 ½ ár á leiðinni Reykjavík
- Vestmannaeyjar - Hornafjörður um nokkurt árabil - Vestmannaeyjar -
Þorlákshöfn - Reykjavík. Heimahöfn skipsins var Vestmannaeyjar. Áður en Herjólfur hóf ferð sína til nýrra heimkynna, hafði hann hlotið nýtt
nafn, "Little Lil." Heimahöfn hans nú er Roatan í Honduras, einu af ríkjum
Mið-Ameríku. Meðal þeirra, sem sigldu skipinu til hinnar nýju heimahafnar, var
Guðmundur Guðmundsson, útgerðarstjóri hjá Hafrannsóknastofnuninni í Reykjavík,
en skipstjóri í ferðinni var Magnús Bjarnason.
Heimild: Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1978.
14.03.2016 21:00
Á síldveiðum við Jan Mayen.
13.03.2016 22:42
Ocean Tiger R 38. OZKA.
12.03.2016 22:01
Leiknir BA 167. LBHV / TFHD.
Skipverjar yfirgáfu skipið í flýti, TOGARINN "Leiknir" frá Patreksfirði
sökk í fyrrinótt á Halamiðum. Skipverjar allir björguðust í bátana og síðan um
borð í togarann "Gylfa", sem fór með skipshöfnina til Patreksfjarðar,
eftir að Leiknir var sokkinn. Leiknir var að karfaveiðum á Halamiðum og í
fyrrakvöld kom allt í einu óstöðvandi leki að skipinu, dælurnar höfðu ekki við,
og er svo mikill sjór var kominn í skipið, að hætta gat verið á ketilsprengingu,
neyddust skipverjar til að yfirgefa skipið. Misstu þeir allt sitt dót, nema
það, sem þeir stóðu í. Dagbók 1. vjelstjóra, sem var á verði í vjelarúmi, gefur
einna glegsta hugmynd um, með hverjum hætti slysið vildi til. Þar segir svo:
"Klukkan 6,10 e. h. kom jeg á vakt og var þá allt í venjulegum gangi. Klukkan
10 er híft upp á hálfri ferð og stoppi. Kl. 10,15 er vjelin stöðvuð og skellur
þá afturhlerinn stjórnborðsmegin með óvenju miklu höggi, svo að öryggi fjell úr
rafmagnsborðinu, sem var á þilinu, og ljet jeg það í aftur. Kl. 10,25 tek jeg
eftir því, að óvenju mikill sjór er í vjelrúmsbotninum. Þar eð hann var tómur
þegar verið var að hífa, setti jeg því lensidælurnar í gang og tilkynti lekann.
Því næst lýsir vélstjórinn í dagbókinni ýmsum varúðarráðstöfunum, sem hann
gerði, en alt kom fyrir ekki, sjórinn jókst jafnt og þjett. Kl. 10,45 kom
skipstjóri niður í vjelarrúm og tilkynti vjelstjórinn honum þá, að hann hefði
ekki við að dæla. Var sjórinn þá kominn upp í sveifar og flaut yfir ketilrúmsgólfið.
Klukkan 11 var sjór farinn að renna inn í miðeldhólfið og þá gaf skipstjórinn
skipun um að yfirgefa skipið. Skömmu síðar komu togararnir Gylfi og Egill
Skallagrímsson á vettvang og fóru skipverjar um borð í Gylfa. Var síðan komið
vírum frá Gylfa um borð í Leikni og helt Gylfi af stað með hann í eftirdragi
áleiðis til lands. Leiknir fyltist æ meir af sjó og rúmlega 3 klukkutímum eftir
að Gylfi hafði tekið hann í eftirdrag, sökk skipið, og var þá höggvið.á vírana
milli skipanna. Skipið sökk austanvert við Nesdýpi á 56 faðma dýpi, um 25 mílur
NV af Sauðanesi. Gylfi kom til Patreksfjarðar kl. 10 í gærmorgun með skipshöfnina,
og leið öllum vel. Sjópróf byrjuðu kl. 4 í gær. ,,Leiknir" var 321 smálest
brúttó að stærð. Bygður í Selby á Englandi árið 1920, og þá keyptur hingað til
lands af hlutafjelaginu "Ari fróði". Þá hjet skipið "Ari". 1928
keypti Kárafjelagið í Viðey "Ara" og árið 1932 núverandi eigendur þess, Ó.
Jóhannesson á Patreksfirði, sem þá breyttu um nafn á skipinu og nefndu það "Leikni".
Morgunblaðið
3. Október 1936.
11.03.2016 22:10
Íslenzkar eimskipamyndir ll.
10.03.2016 21:26
Grandagarður nú í kvöld.
09.03.2016 21:45
1277. Ljósafell SU 70 í Reykjavíkurhöfn í dag.
08.03.2016 19:24
1275. Hvalbakur SU 300. TFBN.
07.03.2016 21:33
Bátalíkön lV.
Skipverjar á síldveiðibátnum Akraborg EA 50 hafa sent Emil
Jónssyni sjávarútvegsmálaráðherra mótmælaskeyti vegna gerðardómsins um
skiptakjör síldveiðisjómanna. Skeytið er svohljóðandi: - Herra
sjávarútvegsmálaráðherra, sjávarútvegsmálaráðuneytinu, Reykjavík. Þar sem
þér hafið notað vald yðar og þar með stuðlað að stórkostlegri kjararýrnun
sjómanna á síldveiðibátum á yfirstandandi vertíð, fyrst með bráðabirgðalögum'
og síðan gerðardómi, þá mótmælum við harðlega niðurstöðum gerðardóms um'
skiptakjör og aðgerðum þessum í heild. Skipverjar vs. Akraborg EA 50. Þjóðviljinn 9 ágúst 1962.
06.03.2016 17:16
Skip í slipp.
Í gærkvöldi um klukkan 10, kom hinn nýi glæsilegi togari
Norðfirðinga, Gerpir, hingað til Reykjavíkur í fyrsta skipti. Er togarinn kominn
til eftirlits, en um fjórir mánuðir eru liðnir frá því hann kom til landsins. Verður
togarinn að fara í slipp og verður hann tekinn upp árdegis í dag.
Morgunblaðið 29 mars 1957.
05.03.2016 17:58
2865. Börkur NK 122. TFEN.
04.03.2016 21:49
1868. Helga María AK 16. TFJD. Myndasyrpa.
Nýr skuttogari, M/S Haraldur Kristjánsson HF 2, bættist við
fiskiskipaflotann 23. mars s.l, en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til
heimahafnar sinnar, Hafnarfjarðar. Haraldur Kristjánsson HF er smíðaður hjá
Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 141
hjá stöðinni, en er hannaður hjá Skipatækni h. f. Í Reykjavík. Haraldur
Kristjánsson er systurskip Sjóla HF, sem er í eigu sömu útgerðar og kom til
landsins í september á s. I. ári (sjá ÆGI, 11. tbl. '87). Skipið er fjórtándi
skuttogarinn sem stöðin afhendir íslenskum útgerðaraðilum. Haraldur
Kristjánsson HF kemur í stað Karlsefnis RE 24, elsta skuttogara landsins,
smíðaður árið 1966 og keyptur til landsins árið 1972. Lítils háttar frávik eru
í fyrirkomulagi og búnaði skipsins frá Sjóla. Þar ber helst að nefna að
sérstakt frystivélarými er milli vélarúms og lesta, sem þýðir um 98 m 3 minni
lest, bætt við hjálparvélasamstæðu (báðar í vélarúmi) og vinnslubúnaður
umfangsminni, þar sem gulllax-vinnslutækjum er sleppt. Haraldur Kristjánsson HF
er í eigu Sjólastöðvarinnar h.f. í Hafnarfirði. Skipstjóri á skipinu er Helgi
Kristjánsson og yfirvélstjóri Þorbergur Þórhallsson. Framkvæmdastjóri útgerðar
er Haraldur Jónsson.
Ægir 81. árg 1988. 5 tbl.
03.03.2016 21:03
Nýsköpunartogarinn Hvalfell RE 282 með fullt dekkið af fiski.
Þetta hafa verið ansi margir
pokarnir og framundan er mikil vinna hjá skipverjum að ganga frá aflanum, hvort
sem er í ís eða salt.Hvalfell var smíðaður hjá Cook Welton &
Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1947. 655 brl. 1000 ha. gufuvél. Fyrsti
eigandi var h/f Mjölnir í Reykjavík. Togarinn var svo seldur í febrúar 1961, Síldar
og Fiskimjölsverksmiðjunni í Reykjavík. Seldur í brotajárn til Belgíu árið
1969.
109. Hvalfell RE 282. TFLC. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.