25.11.2016 09:40
1195. Álftafell ÁR 100. TFIU.
24.11.2016 11:38
428. Víðir ll GK 275. TFXE.
428. Víðir ll GK 275 á leið til Siglufjarðar með fullfermi. (C) Snorri Snorrason.
428. Víðir ll GK 275. Líkan Gríms Karlssonar. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Víðir II GK
275
Ægir. 9 tölublað 1954.
23.11.2016 10:10
B. v. Gylfi BA 16. TFKJ.
Gylfa var
bjargað stórskemmdum til hafnar í gær
Eldsupptök munu hafa orðið út frá röri, sem einhverra orsaka vegna ofhitnaði og kveikti í netageymslunni, en hún var öll tjörguð að innan. Það er ömurleg sjón að sjá hvernig þetta glæsilega skip hefur farið í brunanum. Það er talið mikið lán, að skipið skyldi ekki springa í loft upp, eða koma að því leki við að plötur myndu beyglast vegna hins ofsalega hita frá bálinu. Og þegar þess er gætt, að nokkrar sprengingar urðu í olíugeymi í gærmorgun. Þá sást, frá Fylki hvar reykbólstrar þeyttust hátt í loft upp, og eldsúlur jafnháar siglutrjánum stóðu upp úr brúnni. Þá töldu þeir á Fylki litlar vonir á því, að takast myndi að bjarga skipinu til hafnar. Í kjölfar sprenginganna jókst eldurinn mjög í brúnni og yfirbyggingunni miðskips. Brúin, sem er úr aluminium hefur molnað niður við hitann eða hann brætt hana líkt og smjör á heitri pönnu. Þegar björgunarskipið Sæbjörg kom á vettvang til að vera til taks, ef á þyrfti að halda, stóð brúin í björtu báli. Þegar komið var fram að hádegi fór eldurinn minnkandi, enda mun þá allt tréverk hafa verið brunnið. Þegar Magni lagðist upp að hlið Gylfa og brunaverðirnir fóru með slöngur yfir í skipið, rauk allmikið úr því miðskips og eldur logaði á þilfarinu meðfram yfirbyggingunni. Á þilfari var fiskur í stíum, og þangað hafði eldurinn ekki náð er slökkvistarfið hófst. Það hafði verið ákveðið að ef mikill eldur væri í skipinu, ætti að draga það inn á Eiðisvík og renna því þar upp í sandinn til að auðvelda slökkvistarfið. Eins var um það rætt að sökkva Gylfa þar á víkinni, ef með þyrfti. En slökkvíliðsmennirnir höfðu ekki verið lengi að verki með hinn ágæta útbúnað sinn, er sýnt var að ekki myndi þurfa að grípa til slíkra ráðstafana. Gekk þeim svo greiðlega, að eftir 3 klst. taldi Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, að óhætt væri að draga togarann inn á höfn. Það, sem einkum er áberandi þegar skemmdirnar á Gylfa eru skoðaðar, er brúin. Hún er að mestu brunnin og svo það, hve yfirbyggingin öll er dælduð vegna hins ofsalega hita. Allt aftur í matsal er eyðilagt í yfirbyggingu. En eldurinn hefir ekki komizt í káetuna. Svo virðist sem eldur hafi leikið um allt vélarrúmið og eyðilagt þar raflagnir og fjölmargar hjálparvélar, og mun einnig hafa valdið skemmdum á aðalvél, þó er ekki vitað hve alvarlegar þær eru. Sprunga er og í "keisnum". Aftan til stjórnborðsmegin hafa orðið skemmdir á þilfarinu. Hætt er við, að einhverjar fleiri skemmdir hafi orðið, sem ekki verða séðar nú.
En byrjað verður strax í dag að hreinsa skipið. Er tíðindamaður Mbl. ræddi við skipsmenn á Gylfa um borð í Fylki í gær, kom í ljós, að í frásögn blaðsins í gær var í öllum aðalatriðum rétt skýrt frá því, sem gerðist í Gylfa er eldurinn kom upp. En þar að í nokkrum hluta upplags blaðsins var ekki skýrt frá brunanum, þykir rétt að rekja atburðarásina að nokkru upp aftur, með þeim viðbótarupplýsingum, sem fengust með því að ræða við skipsmennina. Einn skipverjanna brenndist lítilsháttar, Hjörtur Kristjánsson yfirvélstjóri. Hann meiddist á gagnauga og eyra. Maðurinn, sem varð eldsins var er Haraldur Aðalsteinsson, sem stjórnar fiskimjölsvinnslunni í togaranum. Var klukkan þá 4,30-5 síðdegis og logaði þá í netageymslunni, en þaðan kom svo mikill reykur niður í vélarúmið að ólíft var þar, og urðu vélamennirnir að flýja upp. Nokkru eftir að Fylkir kom Gylfa til aðstoðar fóru 20 menn af Gylfa i björgunarbát yfir í Fylki, en þaðan var svo farið með daráttarvír á bátnum yfir í Gylfa, og klukkan 7 var lagt af stað áleiðis inn á Dritvík. Eftir því sem lengra leíð á kvöldið voru horfur á, að eldurinn í netageymslunni yrði kæfður, og nokkru fyrir miðnætti hafði vélamönnunum tekizt að komast niður í vélarrúmið og koma dælu af stað, sem dælt var úr inn í netageymsluna. Hinsvegar var sú hætta yfirvofandi, að stjórnborðs olíugeymir myndi springa, sem og kom á daginn. Um klukkan eitt í fyrrinótt varð þess vart, að olía var farin að renna úr geyminum inn í eldhafið. Þá ákvað skipstjórinn að skipið skyldi yfirgefið, því ella myndi mannslífum verða teflt í beinan voða. Þá voru auk hans 11 menn um borð í Gylfa, og fóru þeir á fleka yfir í Fylki. Skipverjar á Gylfa, 40 að tölu, rómuðu mjög vinsamlegar móttökur Fylkismanna. Um nónbil í gær fóru þeir af skipinu yfir í sitt eigið skip. Var sú endurkoma sorgleg. Fylkir hélt til Hafnarfjarðar, þar sem hann landaði aflanum. Gylfi, ásamt veiðarfærum og eigum skipverja, er vátryggður fyrir alls 11 milljónir króna. Óráðið var í gærkveldi hvort gert verði hér við skipið. Sjóréttur mun taka málið fyrir seinnihluta dags í dag eða á morgun. Skipstjóri á Gylfa var Ingvar Guðmundsson en á Fylki var Auðunn Auðunnsson skipstjóri.
Morgunblaðið. 8 maí 1952.
22.11.2016 11:48
1188. Sæbjörg BA 59.
Til stendur að gera upp bátinn Sæbjörgu BA 59. Hafnarstjórn
Vesturbyggðar hefur fallist á að fella niður hafnargjöld fyrir Sæbjörgu í eitt
ár svo fremi sem endurgerð bátsins hefjist á þessu ári. Var það gert að ósk
Félags áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar. Sæbjörg BA var afskráð 2008 og er
ætlunin að það verði gert að safngripi. Skipið var smíðað árið 1971.
Þetta er stórmerkilegt skip sem smíðað var í
Bátalóni í Hafnarfirði og fór skömmu seinna sem sýningarbátur á
sjávarútvegssýningu sem þá var haldin. Var henni þá stillt fyrir utan
Laugardalshöllina," segir Eggert Björnsson forvígismaður áhugamannafélagsins.
Hann segir skipið vera afar vandaða útgáfu af skipi af þessu tagi. "Það var
mikið til af þessum 12 tonna bátum en nú eru bara örfáir eftir. Sæbjörginni
hefur alltaf verið haldið vel við þar til fyrir sex árum þegar hún var látin
drabbast niður. Hún er samt í upprunalegu standi og ekkert búið að fikta við
hana.
Hann segir félagið stefna að því að byrja á því
að mála skipið í haust. Við vonumst til að geta byrjað á því að gera hana fína
að utan, en við sjáum hversu mikið við getum gert því alltaf er það jú spurning
um peninga.
Vísir.is 21 ágúst 2012.
21.11.2016 09:34
Óttar Guðmundsson módelsmiður.
20.11.2016 09:20
1016. Sigurbjörg ÓF 1. TFDH.
Samið um smíði skipsins
Var um að ræða 346 lesta stálskip, hið langstærsta þeirra gerðar er þá hafði verið til smíða hérlendis. Auðvitað þurfti mikla dirfsku til að ráðast í þetta verk því öll aðstaða var frumleg. En þetta tókst og skipinu var hleypt af stokkunum 15 febrúar 1966 og gefið nafnið Sigurbjörg ÓF 1.
Kampavín freyddi ekki um stefni hins nýja skips við skírnarathöfnina, heldur sjór af Grímseyjarsundi, sem tekin var af skipverjum Guðbjargar ÓF 3, tæplega 100 lesta stálbát sem Magnús átti einnig og keypti til Ólafsfjarðar nýsmíðaðan frá Noregi. Vakti atburður sá mikla athygli.
Sveinn Magnússon. Skipagrunnur Ólafsfirði.
Sigurbjörg
ÓF 1 afhent
Stærsta skip
smíðað hérlendis
Að lokum skal þess getið, er fram kom við afhendingu þessa fyrsta stálskips frá Slippstöðinni, að þar eru næg verkefni framundan. Samið hefur verið um smíði tveggja 480 tonna skipa. Verður það fyrra byggt fyrir Eldborg h.f. í Hafnarfirði, en hið síðara fyrir Sæmund Þórðarson skipstjóra á Þórði Jónassyni. Þessa dagana er verið að reisa feiknastórt hús, svo að framvegis verði hægt að vinna að skipasmíðinni innanhúss og veður þurfi ekki að tefja framkvæmdir. Þetta hús verður 89 m langt, 25 m breitt og 22 m hátt. Verður þar hægt að byggja mun stærri skip en þau, sem nú hefur verið samið um smíði á. Hjá Slippstöðinni vinna nú um 130 manns, þannig að hún er orðin eitt stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins, og með betri og stærri dráttarbraut, sem nú er í undirbúningi, eru enn vonir um meiri verkefni og vaxandi rekstur.
Verkamaðurinn. 19 ágúst 1966.
19.11.2016 07:53
B. v. Guðmundur júní ÍS 20. LBQG. / TFJD.
Útgerðin
hvarf á einni nóttu
35 ára
gömlum togara breytt í flutningaskip?
18.11.2016 09:47
918. Gullfaxi NK 6. TFVN.
NÝR BÁTUR
Gullfaxi NK
6
Austurland. 12 ágúst 1955.
17.11.2016 09:59
184. Edda GK 25. TFRM.
Níu menn
fórust, er vélskipinu Eddu hvolfdi á Grundarfirði á mánudagsnótt.
Þeir sem fórust voru: Sigurjón Guðmundsson, Austurgötu 19, Hafnarfirði. 34 ára, I. vélstjóri. Hann læt ur eftir sig konu og fimm börn, og átti foreldra á lífi. Börnin voru öll ung, innan við fermingu. Sigurður Guðmundsson, Vesturbraut 1, Hafnarfirði. 28 ára, II. vélstjóri. Hann lætur eftir sig konu og eitt fósturbarn, og átti foreldra á Iífi. Jósep Guðmundsson, Vesturbraut 1, Hafnarfirði (bróðir Sigurðar vélstjóra). Háseti. Hann var ókvæntur. Guðbjartur Guðmundsson. Suðurgötu 94, Hafnarfirði. 42 ára, háseti. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn og átti foreldra á lífi. Guðbrandur Pálsson, Köldukinn 10, Hafnarfirði. 42 ára, háseti. Hann lætur eftir sig konu og sex börn og átti aldraða móður á lífi. Börnin eru flest ung, en tvö um fermingu. Albert Egilsson, Selvogsgötu 14, Hafnarfirði. 30 ára, háseti. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn og átti móður og fósturmóður á lífi. Stefán Guðnason, frá Stöðvarfirði. 18 ára, háseti. Hann var ókvæntur, en átti móður á lífi. Sigurjón Benediktsson,Vesturbraut 7, Hafnarfirði. 17 ára, háseti. Hann átti aldraða foreldra á lífi. Einar Ólafsson, Skeljabergi, Sandgerði, 19 ára, háseti. Hann lætur eftir sig unnustu og átti foreldra á lífi. Þeir, sem af komust eru:
Guðjón Illugason, skipstjóri. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, stýrimaður. Ingvar Ívarsson, matsveinn. Bjarni Hermundsson, háseti. Guðmundur Ólafsson, háseti. Óskar Vigfússon, háseti. Ágúst Stefánsson, háseti. Allir búsettir í Hafnarfirði, og Guðjón Vigfússon, háseti, Silfurtúni við Hafnarfjörð.
Harmsaga skipverjanna, sem af komust, var á þá leið, að skipstapinn hefði orðið um klukkan fjögur um nóttina. Edda lá þá ásamt nokkrum öðrum skipum á legunni við Grafarnes um 300 metra frá bryggjunni. Afspyrnurok var þá. Vindur hafði verið af suðri en var nú að snúast til suðvestanáttar og gekk á með afskaplegum stormhrinum.
Skipið lá við festar en dró legufærin og varð af og til að draga upp og færa sig. Skipstjórinn, Guðjón Illugason, var í brúnni. Nýlega höfðu vaktaskipti farið fram, og voru margir skipverja í rúmum sínum. stýrimaður var á leið upp til skipstjóra, er slysið varð.
Í ógurlegri stormhviðu, sem yfir reið, lagðist Edda á hliðina og hvolfdi síðan alveg á svipstundu. Flaut skipið þannig um hríð og komust 15 af 17 skipverjum á kjöl. Sumir þeirra voru illa búnir, jafnvel á nærklæðum eins og þeir komu úr rekkju og berfættir. Enginn varð var við slysið, Þótt mörg skip lægju ekki ýkja langt frá og skammt til lands var myrkrið, særokið og veðurhvinurinn svo mikið, að enginn varð var við slysið né heyrði hróp skipbrotsmanna á kilinum. Ellefu komust í nótarbátinn. Edda hafði um nóttina misst annan nótabátinn, en hinn var nú bundinn við skipið og maraði í hálfu kafi nær fullur af sjó. Ellefu skip verjum tókst nú að komast í nótabátinn, og má það kallast þrekraun mikla í þessu veðri. Hinir drukknuðu við skipið. Þegar auðséð var, að skipið mundi brátt sökkva, skáru skipbrotsmennirnir í bátnum á bandið, sem báturinn var bundinn við skipið með, og þar með hófst hrakningsför þeirra fyrir vindi og sjó út Grundarfjörð í fyrstu morgunskímunni. En þegar Ijóst varð af degi sáu menn af hinum skipunum, að Edda var horfin af legunni. Grunaði engan fyrst, hvað gerzt hafði, en margir töldu, að Edda hefði haldið á brott í því skyni að leita að nótabát sínum. Þótti mönnum það þó kynlegt í öðru eins veðri. Skýringin á hvarfi Eddu fékkst svo ekki fyrr en boðin komu frá Suður-Bár eins og fyrr segir.
Tíminn 18 nóvember 1953.